Íslenski boltinn

Hópurinn gegn Liechtenstein - Eiður Smári í hópnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag þá 18 leikmenn sem mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19:30.

Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deildinni eru í hópnum. Sá reynsluminnsti er Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki sem leikið hefur þrjá landsleiki.

Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum en hann var ekki í síðasta landsliðshópi þar sem Ólafur Jóhannesson sagði hann ekki vera í nægilega góðu formi.

Arnór Smárason, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason eru í hópnum en þeir eru enn gjaldgengir í U21 landsliðið. Það er því ljóst að þeir geta ekki leikið með U21 gegn Þýskalandi en sá leikur fer fram sama dag, miðvikudaginn 11. ágúst, og er í undankeppni EM. Guðmundur Kristjánsson er í leikbanni hjá U21 liðinu og er í A-hópnum.

Árni Gautur Arason - Odd Grenland

Gunnleifur Gunnleifsson - FH

Indriði Sigurðsson - Viking

Kristján Örn Sigurðsson - Hönefoss

Grétar Rafn Steinsson - Bolton

Ragnar Sigurðsson - Gautaborg

Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Kaupmannahöfn

Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Breiðablik

Aron Einar Gunnarsson - Coventry

Ólafur Ingi Skúlason - SönderjyskE

Arnór Smárason - Esbjerg

Rúrik Gíslason - OB

Steinþór Freyr Þorsteinsson - Örgryte

Matthías Vilhjálmsson - FH

Guðmundur Kristjánsson - Breiðablik

Eiður Smári Guðjohnsen - Monaco

Heiðar Helguson - QPR

Veigar Páll Gunnarsson - Stabæk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×