Flokkarnir hafa ekki svarað kallinu um siðbót 22. maí 2010 17:24 Baldur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þess ber að geta að hann var í framboði fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum í apríl á síðasta ári. Mynd/Heiða Helgadóttir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira