Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi 22. maí 2010 05:30 Í Leifsstöð Komu tveggja kvenna frá Rúmeníu hingað til lands bar upp á sama tíma og flugsamgöngur röskuðust í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fréttablaðið/Pjetur Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira