Bræður á topplista 8. nóvember 2010 10:00 Friðrik Dór og Jón Jónssynir bakka hvorn annan upp í tónlistinni. fréttablaðið/vilhelm Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir gera það báðir gott í poppinu og eiga lög á vinsælarlistum. „Ég held að salan á plötunni gangi bara mjög fínt,” segir Friðrik Dór Jónsson sem á dögunum gaf út plötuna Allt sem þú átt, en hún er í 3. sæti á Tónlist.is. Það er ekki aðeins að platan sé ofarlega á plötulistanum, heldur á Friðrik hlut í þremur lögum á öðrum topplista Tónlistar.is. Það eru lögin Til í allt, Hún er alveg með’etta og Keyrumettígang, sem hann syngur með Erpi og Henriki Biering. „Það er ágætt ef að platan er að fá fínar viðtökur, ég stefni nú á slatta seld eintök fyrir jólin,” segir Friðrik Dór. Athyglisvert er að sjá að í neðsta sæti listans situr eldri bróðir Friðriks, Jón Jónsson, með lagið Kiss in the Morning. „Hann er búinn að vera á einhverjum Bylgjulistum og ég á einhverjum FM-listum, svo það er gaman að vera saman á lista svona einu sinni. En mín þrjú lög eru samt öll fyrir ofan hans lag,” segir Friðrik og hlær. Jón segir engan meting vera á milli þeirra bræðra. „Ég átti afmæli tveimur dögum eftir að platan hans Frikka kom út og hann ætlaði að gefa mér hana í afmælisgjöf. Ég afþakkaði það því ég vildi sjálfur fara og kaupa plötuna. Maður verður að bakka litla bróður upp í þessu,” segir Jón og bætir við að það sé hægara sagt en gert að nálgast eintak af plötunni í gegnum fjölskylduna. „Krakkarnir sem eru að hlusta á Frikka eru að hlaða tónlistinni niður af netinu, svo maður verður að vera svolítið harður í þessu.” Á plötunni hans Friðriks Dórs má finna dúett með þeim bræðrum. Lagið heitir „Það ert þú“. “Þetta er alveg rándýr dúett,” segir Friðrik, léttur í bragði, en lagið er í RnB fíling eins og platan hans í heild sinni. Jón hefur lengi æft fótbolta og því vert að spyrja hvort hann ætli að leggja takkaskóna á hilluna og einbeita sér alveg að tónlistinni. „Nei ég ætla nú líka að halda áfram í boltanum. Ég var reyndar að koma úr hnéaðgerð, svo ég er ekki alveg í standi eins og er, en ég verð kominn á fullt í vor,” segir Jón, sem spilar með FH. „Það kemur vonandi plata frá mér á nýju ári. Ég á allavega fullt af lögum sem þarf bara að vinna aðeins meira í,” segir Jón. „Þá kannski treð ég mér fyrir ofan Frikka á þessum listum,” segir Jón og hlær. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir gera það báðir gott í poppinu og eiga lög á vinsælarlistum. „Ég held að salan á plötunni gangi bara mjög fínt,” segir Friðrik Dór Jónsson sem á dögunum gaf út plötuna Allt sem þú átt, en hún er í 3. sæti á Tónlist.is. Það er ekki aðeins að platan sé ofarlega á plötulistanum, heldur á Friðrik hlut í þremur lögum á öðrum topplista Tónlistar.is. Það eru lögin Til í allt, Hún er alveg með’etta og Keyrumettígang, sem hann syngur með Erpi og Henriki Biering. „Það er ágætt ef að platan er að fá fínar viðtökur, ég stefni nú á slatta seld eintök fyrir jólin,” segir Friðrik Dór. Athyglisvert er að sjá að í neðsta sæti listans situr eldri bróðir Friðriks, Jón Jónsson, með lagið Kiss in the Morning. „Hann er búinn að vera á einhverjum Bylgjulistum og ég á einhverjum FM-listum, svo það er gaman að vera saman á lista svona einu sinni. En mín þrjú lög eru samt öll fyrir ofan hans lag,” segir Friðrik og hlær. Jón segir engan meting vera á milli þeirra bræðra. „Ég átti afmæli tveimur dögum eftir að platan hans Frikka kom út og hann ætlaði að gefa mér hana í afmælisgjöf. Ég afþakkaði það því ég vildi sjálfur fara og kaupa plötuna. Maður verður að bakka litla bróður upp í þessu,” segir Jón og bætir við að það sé hægara sagt en gert að nálgast eintak af plötunni í gegnum fjölskylduna. „Krakkarnir sem eru að hlusta á Frikka eru að hlaða tónlistinni niður af netinu, svo maður verður að vera svolítið harður í þessu.” Á plötunni hans Friðriks Dórs má finna dúett með þeim bræðrum. Lagið heitir „Það ert þú“. “Þetta er alveg rándýr dúett,” segir Friðrik, léttur í bragði, en lagið er í RnB fíling eins og platan hans í heild sinni. Jón hefur lengi æft fótbolta og því vert að spyrja hvort hann ætli að leggja takkaskóna á hilluna og einbeita sér alveg að tónlistinni. „Nei ég ætla nú líka að halda áfram í boltanum. Ég var reyndar að koma úr hnéaðgerð, svo ég er ekki alveg í standi eins og er, en ég verð kominn á fullt í vor,” segir Jón, sem spilar með FH. „Það kemur vonandi plata frá mér á nýju ári. Ég á allavega fullt af lögum sem þarf bara að vinna aðeins meira í,” segir Jón. „Þá kannski treð ég mér fyrir ofan Frikka á þessum listum,” segir Jón og hlær. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira