Pep Guardiola, þjálfari Barcelona og sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic verða fjarri góðu gamni þegar Barcelona tekur á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina.
Þeir félagar voru báðir reknir upp í stúku í jafnteflisleiknum við Almeria um síðustu helgi.
Barcelona ætlar reyndar að áfrýja banninu enda er ekki hægt að sjá annað á sjónvarpsupptökum að Zlatan hafi ekki slegið leikmann Almeria viljandi. Guardiola fékk síðan rautt spjald fyrr að mótmæla dómnum.