Sölvi Geir Ottesen skoraði fyrra markið í 2-0 sigri SönderjyskE á OB í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Sölvi og Ólafur Ingi Skúlason léku allan leikinn fyrir SönderjyskE og Rúrik Gíslason sömuleiðis fyrir OB.
Úrslitin þýða að FC Kaupmannahöfn er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 30 umferðir en OB er enn í öðru sæti með sex stiga forystu á næsta lið.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir SönderjyskE sem á í harðri fallbaráttu við AGF og Randers.
SönderjyskE og AGF eru með 35 stig en AGF í næstneðsta sæti deildarinnar með 34.