Netið er margslungið 18. nóvember 2010 21:00 Sagan sem bræðurnir Nev og Ariel Schulman ásamt félaga sínum Henry Joost segja í heimildarmyndinni Catfish er einstök og skrítin. Hér eru þeir með stórlaxinum Ryan Kavanaugh og framleiðandanum Marc Smerling.NOrdicPhotos/Getty Nev Schulman er umfjöllunarefnið í heimildarmyndinni Catfish sem er í leikstjórn bróður hans, Ariels Schulman og vinar hans, Henry Joost. Myndin hefur vakið mikla athygli og er sýnd á heimildarmyndahátíð Græna ljóssins. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í þremenningunum frá New York. „Ertu frá Belgíu?“ spyr Henry Joost eins og ekkert sé eðlilegra þegar hann sest við símann ásamt bræðrunum Nev og Ariel Schulman í New York. Þegar sá misskilningur hefur snögglega verið leiðréttur upplýsir Nev að viðtalið sé allt tekið upp á myndband. „Þeir taka allt upp.“ Nev er aðalpersónan í heimildarmyndinni Catfish sem hefur vakið mikla athygli, var meðal annars heitasta umræðuefnið á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Myndin segir frá því í stuttu máli þegar Nev tekur mynd af tveimur dönsurum og fær hana birta á forsíðu dagblaðsins New York Post. Í kjölfarið er honum sent málverk af myndinni sem er sagt vera eftir átta ára gamla stúlku. Hann verður vinur fjölskyldunnar hennar á Facebook og verður ástfanginn af hálfsystur hennar. En þegar Nev fær sendar tónlistarupptökur frá stóru ástinni í lífi sínu fara að renna á hann tvær grímur enda virðast þær fengnar að láni frá öðum tónlistarmönnum af netinu. Í kjölfarið koma fram í dagsljósið uppljóstranir sem Nev segir að hafi verið mesta upplifun í sínu lífi. „Við vorum algjörlega óviðbúnir þessu. Við höfðum mestar áhyggjur af okkar eigin öryggi til að byrja með,“ útskýrir Nev. Ariel bætir því við að myndin sýni hversu margslungið og óútreiknanlegt netið sé. „Þú getur verið hver sem er á Facebook en google og youtube afhjúpa þig yfirleitt. Þau gerðu það allavega í þessu tilfelli.“ Nev segir það auðvitað hafa tekið aðeins á að vera með bróður sinn sífellt hangandi yfir sér með tökuvélina á lofti. „Á einhverjum tímapunkti verður það alltaf erfitt fyrir bræður að eyða svona miklum tíma saman. En þegar maður er með sínum besta vini þá enda hlutirnir yfirleitt vel.“ Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að þeir myndu gera kvikmynd um sig og þetta ævintýri sitt til að byrja með. „ Það var auðvitað skrítið og ég gerði mínar athugasemdir en þeim tókst ágætlega upp og ég er sáttur við myndina.“ Ariel tekur síðan við og segir að á ákveðnum tímapunkti í ferlinu hafi þeir áttað sig á að myndin væri að taka dramatískum breytingum og að þeir yrðu að fylgjast með til enda. „Við vissum ekkert hvað við vildum gera við þetta efni því við trúðum allir sögunni í fyrstu. En svo komum við auga á smá glufu og áttuðum okkur á að sagan sem bjó þarna að baki var lyginni líkust.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Nev Schulman er umfjöllunarefnið í heimildarmyndinni Catfish sem er í leikstjórn bróður hans, Ariels Schulman og vinar hans, Henry Joost. Myndin hefur vakið mikla athygli og er sýnd á heimildarmyndahátíð Græna ljóssins. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í þremenningunum frá New York. „Ertu frá Belgíu?“ spyr Henry Joost eins og ekkert sé eðlilegra þegar hann sest við símann ásamt bræðrunum Nev og Ariel Schulman í New York. Þegar sá misskilningur hefur snögglega verið leiðréttur upplýsir Nev að viðtalið sé allt tekið upp á myndband. „Þeir taka allt upp.“ Nev er aðalpersónan í heimildarmyndinni Catfish sem hefur vakið mikla athygli, var meðal annars heitasta umræðuefnið á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Myndin segir frá því í stuttu máli þegar Nev tekur mynd af tveimur dönsurum og fær hana birta á forsíðu dagblaðsins New York Post. Í kjölfarið er honum sent málverk af myndinni sem er sagt vera eftir átta ára gamla stúlku. Hann verður vinur fjölskyldunnar hennar á Facebook og verður ástfanginn af hálfsystur hennar. En þegar Nev fær sendar tónlistarupptökur frá stóru ástinni í lífi sínu fara að renna á hann tvær grímur enda virðast þær fengnar að láni frá öðum tónlistarmönnum af netinu. Í kjölfarið koma fram í dagsljósið uppljóstranir sem Nev segir að hafi verið mesta upplifun í sínu lífi. „Við vorum algjörlega óviðbúnir þessu. Við höfðum mestar áhyggjur af okkar eigin öryggi til að byrja með,“ útskýrir Nev. Ariel bætir því við að myndin sýni hversu margslungið og óútreiknanlegt netið sé. „Þú getur verið hver sem er á Facebook en google og youtube afhjúpa þig yfirleitt. Þau gerðu það allavega í þessu tilfelli.“ Nev segir það auðvitað hafa tekið aðeins á að vera með bróður sinn sífellt hangandi yfir sér með tökuvélina á lofti. „Á einhverjum tímapunkti verður það alltaf erfitt fyrir bræður að eyða svona miklum tíma saman. En þegar maður er með sínum besta vini þá enda hlutirnir yfirleitt vel.“ Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að þeir myndu gera kvikmynd um sig og þetta ævintýri sitt til að byrja með. „ Það var auðvitað skrítið og ég gerði mínar athugasemdir en þeim tókst ágætlega upp og ég er sáttur við myndina.“ Ariel tekur síðan við og segir að á ákveðnum tímapunkti í ferlinu hafi þeir áttað sig á að myndin væri að taka dramatískum breytingum og að þeir yrðu að fylgjast með til enda. „Við vissum ekkert hvað við vildum gera við þetta efni því við trúðum allir sögunni í fyrstu. En svo komum við auga á smá glufu og áttuðum okkur á að sagan sem bjó þarna að baki var lyginni líkust.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira