Lífið

Gagnrýnir Pavement-liða

Föst skot Billy Corgan (t.v.) skýtur föstum skotum að Stephen Malkmus og félögum í hljómsveitinni Pavement.
Föst skot Billy Corgan (t.v.) skýtur föstum skotum að Stephen Malkmus og félögum í hljómsveitinni Pavement.

Billy Corgan, forsprakki Smashing Pumpkins, hefur skotið föstum skotum að hljómsveitinni Pavement.

Corgan hefur haft horn í síðu Pavement-liða eftir að þeir gerðu grín að Pumpkins í laginu Range Life sem kom út 1994, eða fyrir sextán árum. Nýlega kom í ljós að hljómsveitirnar tvær myndu báðar spila á brasilísku tónlistarhátíðinni Planeta Terra Festival á laugardaginn en Pavement kom nýlega aftur saman eftir margra ára hlé.

„Þetta verður ein af þessum New Orleans-jarðarförum," skrifaði Corgan á Twitter-síðu sína. „Þetta segi ég vegna þess að þeir eru fulltrúar hins dauða „alternative"-draums og við fylgjum í kjölfarið með staðfestingu á lífinu," skrifaði hann og bætti við: „Það er fyndið að þeir sem gagnrýndu okkur fyrir að selja okkur eru sjálfir að gera hið sama núna. Það vantar alla ást í þá. Við verðum líka með ný lög á okkar efnisskrá vegna þess að við erum svo ástríkir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.