Fótbolti

Rangers skoskur meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyle Lafferty fagnar marki sínu í dag.
Kyle Lafferty fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Glasgow Rangers varð í dag skoskur meistari í knattspyrnu í 53. sinn í sögu félagsins eftir sigur á Hibernian á útivelli, 1-0.

Kyle Lafferty skoraði eina mark leiksins en liðið er nú með ellefu stiga forystu á Celtic þegar þrjár umferðir eru eftir.

Celtic vann 2-0 sigur á Dundee United á útivelli fyrr í dag.

Rangers varð einnig meistari í fyrra en ekkert lið hefur oftar orðið skoskur meistari. Celtic kemur næst með 42 titla og svo eru þrjú félög með fjóra hvert.

Rangers og Celtic hafa skipst á að vinna skoska meistaratitilinn undanfarin 25 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×