Innlent

Íbúar á Þorvaldseyri fara í Varmahlíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/ Heiða.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/ Heiða.
Íbúar á bænum Þorvaldseyri eru að yfirgefa húsnæðið sitt og ætla að fara í Varmahlíð, ásamt fleirum sem búa undir Eyjafjöllum. Jarðskjálftahrinu varð vart undir Eyjafjöllum um klukkan ellefu í kvöld.

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist ekki hafa fundið skjálftana en hann hafi fengið upplýsingar um stöðu mála frá lögreglunni á Hvolsvelli sem hringdi í hann og upplýsti hann um stöðu mála.

Ólafur segir að margir hafa haldið að hasarinn á svæðinu væri búið þegar fréttist að hætt væri að gjósa úr sprungunum á Fimmvörðuhálsi. Það hafi hins vegar ekki reynst raunin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×