Steingrímur boðar frekari skattabreytingar 12. janúar 2010 11:58 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana. Skattabreytingar þær sem tóku gildi um áramótin voru til umræðu á hinum árlega skattadegi Deolitte sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að til stendur að fara í grundvallar endurskoðun á skattkerfinu á þessu ári. Sérstök skattanefnd mun hafa það hlutverk að fara yfir skattkerfið en í nefndinni munu sitja fulltrúar atvinnulífsins og hins opinbera. Markmið þessarar endurskoðunar verður meðal annars að auka jafnræði í skattkerfinu, draga úr áhrifum skattbreytinga og móta stefnu hvað varðar umhverfis- og auðlindarskatta. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til frekari skattahækkana. Fjárlagahallanum þurfi að mæta með niðurskurði. „Vegna þess að við stöðugleikasáttmálann sáum við fyrir hvað aðlögunarþörf ríkissjóðs væri mikil og það var ákveðið samkomulag um það hversu stór hluti af þessari aðlögunarþörf ætti að koma með skattahækkunum og hversu stór hluti ætti að koma með lækkun útgjalda. Nú er búið að hækka skattana eins mikið og átti að gera á þremur árum og meira en það ef út í það er farið, en útgjöldin hafa ekki verið lækkuð eins og um var talað og þá er komið að þeim," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök. „Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," segir Vilhjálmur. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana. Skattabreytingar þær sem tóku gildi um áramótin voru til umræðu á hinum árlega skattadegi Deolitte sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að til stendur að fara í grundvallar endurskoðun á skattkerfinu á þessu ári. Sérstök skattanefnd mun hafa það hlutverk að fara yfir skattkerfið en í nefndinni munu sitja fulltrúar atvinnulífsins og hins opinbera. Markmið þessarar endurskoðunar verður meðal annars að auka jafnræði í skattkerfinu, draga úr áhrifum skattbreytinga og móta stefnu hvað varðar umhverfis- og auðlindarskatta. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til frekari skattahækkana. Fjárlagahallanum þurfi að mæta með niðurskurði. „Vegna þess að við stöðugleikasáttmálann sáum við fyrir hvað aðlögunarþörf ríkissjóðs væri mikil og það var ákveðið samkomulag um það hversu stór hluti af þessari aðlögunarþörf ætti að koma með skattahækkunum og hversu stór hluti ætti að koma með lækkun útgjalda. Nú er búið að hækka skattana eins mikið og átti að gera á þremur árum og meira en það ef út í það er farið, en útgjöldin hafa ekki verið lækkuð eins og um var talað og þá er komið að þeim," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök. „Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira