Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 10:02 Ráðuneyti Kristjáns Möllers er með 10 sveitarfélög í skoðun vegna fjárhags þeirra. Mynd/ GVA. Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Í svari ráðherra kemur fram að með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, megi skipta sveitarfélögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upplýsinga. Álftanes og Bolungarvík verst stödd Í fyrsta flokkinn falla sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Samningur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagslegar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samningurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar síðastliðinn. Í öðrum flokki eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafnframt eftir því að fá sendar ársfjórðungslegar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Þriðja flokknum tilheyrir Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefndinni um skuldsetningu en nefndin mun þó ekki aðhafast frekar að sinni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira