Fótbolti

Agger: Poulsen er mikilvægur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar
Daniel Agger.
Daniel Agger. Mynd/AFP
Daniel Agger, varnarmaður danska landslisins, segir að Christian Poulsen, landsliðsfyrirliði og félagi sinn hjá Liverpool í Englandi, sé landsliðinu afar mikilvægur hlekkur.

„Christian Poulsen var ekki með í æfingaleiknum gegn Þýskalandi [í síðasta mánuði] og hann gegnir mikilvægu hlutverki í varnarleik liðsins," sagði Agger. „Hann getur bundið menn saman, stjórnað og talað við menn. Hann býr yfir hæfileikum sem danska landsliðið þarf á að halda."

Leiknum gegn Þýskalandi lauk með 2-2 jafntefli en Agger vill ekki að það sé of mikið mark tekið á þeim leik. „Alla vega ekki hvað varnarleikinn varðar. Leikmenn voru ekki í formi og liðið vann ekki sína vinnu á vellinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×