Innlent

Umboðsmaður Alþingis krefst svara frá SÍ og FME

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent SÍ og FME fyrirspurn .
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent SÍ og FME fyrirspurn .
Umboðsmaður Alþingis sendi Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn í gær vegna tilmæla þeirra til fjármálastofnana eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg.

Eftir að dómurinn féll sendu Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið fjármálastofnunum tilmæli sem fólu í sér að vextir af þeim lánum sem dæmd voru ólögleg skyldu miðast við lægstu vexti Seðlabankans en ekki þá vexti sem kveðið er á um í samningunum.

Umboðsmaður Alþingis spyr meðal annars á hvaða lagagrundvelli FME og SÍ telur sér heimilt að beina tilmælum til fjármálafyrirtækja um hvernig þau hagi meðferð og uppgjöri, þ.m.t. vaxtakjörum, í þegar gerðum einkaréttarlegum lánasamningum við lántaka sína ef tilmælin víkja að efni til frá ákvæðum lánasamninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×