Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 13:05 Jóhanna Sigurðardóttir vonar að samkomulag náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mynd/ GVA. Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira