Bjarni Ben opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á Alþingi Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2010 18:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins er opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á Alþingi og útilokar ekki samstarf við Samfylkinguna. Hann segist skynja óánægju meðal þingmanna stjórnarflokkanna en segir hins vegar engar viðræður hafa átt sér stað. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra á mánudag, þar sem hún gagnrýndi störf þingmannanefndarinnar og lýsti efasemdum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kom flestum þingmönnum í opna skjöldu. Þingmenn Samfylkkingarinnar sem fréttastofa hefur rætt við segja að með ræðunni hafi forsætisráðherra skipt um skoðun í málinu, en hún hafði stutt starf nefndarinnar áður. Ræðan olli mikilli reiði meðal þingmanna Vinstri grænna og andrúmsloftið var slíkt að rætt var um stjórnarslit, en þetta er ekki í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við segja að margir þingmenn Samfylkingarinnar hafi ítrekað ljáð máls á óánægju með stjórnarsamstarfið. Þar vegi atvinnumálin þyngst eða skortur á atvinnuuppbyggingu réttara sagt, en atvinnuleysið er 7,3 prósent sem þýðir að tólf þúsund manns þræða göturnar án atvinnu, í óvissu um framtíð sína. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa slík samtöl ítrekað átt sér stað milli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og óánægjan virðist krauma undir stjórnarsamstarfinu. Hefur þú fundið fyrir þessari óánægju þingmanna Samfylkingarinnar? „Já, ég skynja það að það eru ekkert allir í stjórnarliðinu ánægðir með það sem er að gerast. Og hver væri það í sjálfu sér, því nú eru hagvaxtarspár að falla og þær vonir sem menn voru með fyrir þetta ár virðast ekki vera að ganga eftir," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður segir hann að ekki hafi átt sér stað þreifingar milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um myndun nýs meirihluta. Værir þú hlynntur slíkum viðræðum? „Ég tel að það sem er mikilvægast í dag fyrir íslenskt þjóðfélag er að það verði horfið frá stefnu núverandi ríkisstjórnar og geti ég myndað samstarf við aðra flokka, hvaða flokkur sem það kann að vera, um að hverfa frá þessari stefnu og hleypa lífi að nýju í efnahagslífið þá er ég alltaf tilbúinn að setjast niður og gera það," segir Bjarni. Þannig að þú ert opinn? „Já, algjörlega." Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins er opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á Alþingi og útilokar ekki samstarf við Samfylkinguna. Hann segist skynja óánægju meðal þingmanna stjórnarflokkanna en segir hins vegar engar viðræður hafa átt sér stað. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra á mánudag, þar sem hún gagnrýndi störf þingmannanefndarinnar og lýsti efasemdum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kom flestum þingmönnum í opna skjöldu. Þingmenn Samfylkkingarinnar sem fréttastofa hefur rætt við segja að með ræðunni hafi forsætisráðherra skipt um skoðun í málinu, en hún hafði stutt starf nefndarinnar áður. Ræðan olli mikilli reiði meðal þingmanna Vinstri grænna og andrúmsloftið var slíkt að rætt var um stjórnarslit, en þetta er ekki í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við segja að margir þingmenn Samfylkingarinnar hafi ítrekað ljáð máls á óánægju með stjórnarsamstarfið. Þar vegi atvinnumálin þyngst eða skortur á atvinnuuppbyggingu réttara sagt, en atvinnuleysið er 7,3 prósent sem þýðir að tólf þúsund manns þræða göturnar án atvinnu, í óvissu um framtíð sína. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa slík samtöl ítrekað átt sér stað milli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og óánægjan virðist krauma undir stjórnarsamstarfinu. Hefur þú fundið fyrir þessari óánægju þingmanna Samfylkingarinnar? „Já, ég skynja það að það eru ekkert allir í stjórnarliðinu ánægðir með það sem er að gerast. Og hver væri það í sjálfu sér, því nú eru hagvaxtarspár að falla og þær vonir sem menn voru með fyrir þetta ár virðast ekki vera að ganga eftir," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður segir hann að ekki hafi átt sér stað þreifingar milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um myndun nýs meirihluta. Værir þú hlynntur slíkum viðræðum? „Ég tel að það sem er mikilvægast í dag fyrir íslenskt þjóðfélag er að það verði horfið frá stefnu núverandi ríkisstjórnar og geti ég myndað samstarf við aðra flokka, hvaða flokkur sem það kann að vera, um að hverfa frá þessari stefnu og hleypa lífi að nýju í efnahagslífið þá er ég alltaf tilbúinn að setjast niður og gera það," segir Bjarni. Þannig að þú ert opinn? „Já, algjörlega."
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum