Ákærður fyrir 43 brot Breki Logason skrifar 4. janúar 2010 18:50 Átján ára piltur sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að hafa verið tekinn með um fimmtán kíló af kókaíni, hefur margoft komist í kast við lögin hér á landi. Fyrir skömmu var hann ákærður fyrir 43 afbrot sem öll voru framin á innan við einu ári. Pilturinn sem heitir Einar Örn Arason var handtekinn ásamt kærustu sinni á Barajas flugvellinum í Madríd þann 16.desember en þau voru að koma með flugi frá Perú. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var parið með um 15 kíló af kókaíni í fórum sínum. Einar er fæddur árið 1991 og stúlkan árið 1990. Þrátt fyrir ungan aldur er Einar með fjölmörg afbrot á bakinu. Þann 21.desember síðastliðinn átti að taka fyrir fjölmörg mál tengd Einari í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir 43 afbrot sem framin voru frá september 2008 til ágúst á síðasta ári. Einar er meðal annars ákærður fyrir að hafa stolið þremur flatskjám, farsíma, dekkjum og rakspíra, og fyrir líkamsárás í Engihjalla í Kópavogi í sumar. Þá er hann ákærður fyrir að hafa dælt bensíni á bíl sinn í ellefu skipti án þess að greiða fyrir. Í flest öll skiptin hafði hann þá stolið númeraplötum á bílum víðsvegar um borgina og sett á sinn eiginn bíl, áður en hann dældi. Lögregla þurfti sex sinnum að hafa afskipti af honum vegna umferðarlagabrota. Hann var í nokkur af þeim skiptum með fíkniefni í bíl sínum, og í eitt skipti keyrði hann á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu. Í sumar hafði lögregla svo afskipti af Einari á Blómvallagötu í Reykjavík þar sem hann var tekinn með hníf, sem lögregla gerði upptækan. Utanríkisráðuneytið og lögregla hér á landi geta litlar upplýsingar veitt um málið, sem er alfarið á forræði lögreglunnar á Spáni. Í samtali við fréttastofu í dag sagði ræðismaður Íslands í Madríd að móður stúlkunnar hefði komið út fyrir tveimur dögum og hafi þegar hitt dóttur sína. Hann segir stúlkuna hafa það fínt miðað við aðstæður. Parið getur átt von á þungum dómum vegna smyglsins, en fíkniefnadómar hafa verið að þyngjast á Spáni undanfarin ár. Tengdar fréttir Dópparið í Madríd: Var með 10 til 20 kíló af kókaíni Parið sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að þau voru handtekinn með kókaín á flugvellinum í Madríd hefur komið við sögu fíkniefnalögreglunnar hér á landi. Hún fylgist með málinu en rannsóknin er alfarið á forræði kollega þeirra á Spáni. Parið var með eitthvað á bilinu 10 til 20 kíló af kókaíni í fórum sínum þegar það var handtekið á Baraja flugvelli fyrir jól. Efnin voru falin í ferðatöskum. Fréttastofa hefur þetta eftir heimildum innan lögreglunnar. 29. desember 2009 12:10 Gætu endað í 10 ára fangelsi Tíu ára fangelsisvist gæti beðið íslenska parsins sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á Spáni síðan fyrir jól. Þau voru tekin með ferðatöskur fullar af kókaíni á flugvellinum í Madríd. 29. desember 2009 18:55 Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Tveir Íslendingar voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. 28. desember 2009 20:35 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Átján ára piltur sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að hafa verið tekinn með um fimmtán kíló af kókaíni, hefur margoft komist í kast við lögin hér á landi. Fyrir skömmu var hann ákærður fyrir 43 afbrot sem öll voru framin á innan við einu ári. Pilturinn sem heitir Einar Örn Arason var handtekinn ásamt kærustu sinni á Barajas flugvellinum í Madríd þann 16.desember en þau voru að koma með flugi frá Perú. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var parið með um 15 kíló af kókaíni í fórum sínum. Einar er fæddur árið 1991 og stúlkan árið 1990. Þrátt fyrir ungan aldur er Einar með fjölmörg afbrot á bakinu. Þann 21.desember síðastliðinn átti að taka fyrir fjölmörg mál tengd Einari í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir 43 afbrot sem framin voru frá september 2008 til ágúst á síðasta ári. Einar er meðal annars ákærður fyrir að hafa stolið þremur flatskjám, farsíma, dekkjum og rakspíra, og fyrir líkamsárás í Engihjalla í Kópavogi í sumar. Þá er hann ákærður fyrir að hafa dælt bensíni á bíl sinn í ellefu skipti án þess að greiða fyrir. Í flest öll skiptin hafði hann þá stolið númeraplötum á bílum víðsvegar um borgina og sett á sinn eiginn bíl, áður en hann dældi. Lögregla þurfti sex sinnum að hafa afskipti af honum vegna umferðarlagabrota. Hann var í nokkur af þeim skiptum með fíkniefni í bíl sínum, og í eitt skipti keyrði hann á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu. Í sumar hafði lögregla svo afskipti af Einari á Blómvallagötu í Reykjavík þar sem hann var tekinn með hníf, sem lögregla gerði upptækan. Utanríkisráðuneytið og lögregla hér á landi geta litlar upplýsingar veitt um málið, sem er alfarið á forræði lögreglunnar á Spáni. Í samtali við fréttastofu í dag sagði ræðismaður Íslands í Madríd að móður stúlkunnar hefði komið út fyrir tveimur dögum og hafi þegar hitt dóttur sína. Hann segir stúlkuna hafa það fínt miðað við aðstæður. Parið getur átt von á þungum dómum vegna smyglsins, en fíkniefnadómar hafa verið að þyngjast á Spáni undanfarin ár.
Tengdar fréttir Dópparið í Madríd: Var með 10 til 20 kíló af kókaíni Parið sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að þau voru handtekinn með kókaín á flugvellinum í Madríd hefur komið við sögu fíkniefnalögreglunnar hér á landi. Hún fylgist með málinu en rannsóknin er alfarið á forræði kollega þeirra á Spáni. Parið var með eitthvað á bilinu 10 til 20 kíló af kókaíni í fórum sínum þegar það var handtekið á Baraja flugvelli fyrir jól. Efnin voru falin í ferðatöskum. Fréttastofa hefur þetta eftir heimildum innan lögreglunnar. 29. desember 2009 12:10 Gætu endað í 10 ára fangelsi Tíu ára fangelsisvist gæti beðið íslenska parsins sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á Spáni síðan fyrir jól. Þau voru tekin með ferðatöskur fullar af kókaíni á flugvellinum í Madríd. 29. desember 2009 18:55 Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Tveir Íslendingar voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. 28. desember 2009 20:35 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Dópparið í Madríd: Var með 10 til 20 kíló af kókaíni Parið sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að þau voru handtekinn með kókaín á flugvellinum í Madríd hefur komið við sögu fíkniefnalögreglunnar hér á landi. Hún fylgist með málinu en rannsóknin er alfarið á forræði kollega þeirra á Spáni. Parið var með eitthvað á bilinu 10 til 20 kíló af kókaíni í fórum sínum þegar það var handtekið á Baraja flugvelli fyrir jól. Efnin voru falin í ferðatöskum. Fréttastofa hefur þetta eftir heimildum innan lögreglunnar. 29. desember 2009 12:10
Gætu endað í 10 ára fangelsi Tíu ára fangelsisvist gæti beðið íslenska parsins sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á Spáni síðan fyrir jól. Þau voru tekin með ferðatöskur fullar af kókaíni á flugvellinum í Madríd. 29. desember 2009 18:55
Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Tveir Íslendingar voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. 28. desember 2009 20:35