Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Valur Grettisson skrifar 28. desember 2009 20:35 Alþjóðaflugvöllurinn í Madrid. Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira