Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Erum að missa þetta niður í seinni hálfleikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ekki nógu ánægður með sína menn í seinni hálfleik í tapin á móti ÍBV í Eyjum en þetta er í annað skiptið í röð þar sem Valsmenn ná ekki að halda forskoti í seinni hálfleik.

„Þetta var kaflaskiptur leikur því við áttum fyrri hálfleikinn algjörlega. Við fengum heldur betur færin til að komast í 2-0 en nýttum þau ekki. Það var svo heldur betur viðsnúningur í seinni hálfleik þar sem þeir byrja leikinn vel og skora tvö mörk lengst utan af velli. Þeir höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt," sagði Gunnlaugur.

„Við förum inn í hálfleik með stöðuna 1-0 sem er náttúrulega ekkert forskot þannig lagað. Við vorum klaufar að ná ekki betri úrslitum úr fyrri hálfleiknum. Þetta er annað skiptið í röð þar sem við erum miklu betri í fyrri hálfleik á móti toppliðum og erum ekki að nýta það nógu vel," sagði Gunnlaugur.

„Svo var þessi vítaspyrnudómur tvísýnn í meiralagi" Sagði Gunnlaugur að lokum en Tryggvi Guðmundsson innsiglaði 3-1 sigur ÍBV úr umdeildu víti á 79. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×