Innlent

Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp

Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR, var samþykkt á stjórnarfundi Orkuveitunnar í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV.

Það var Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sem lagði fram tillöguna. Fundurinn hófst klukkan sjö í kvöld og var ekki lokið þegar þetta var ritað.

Samkvæmt mbl.is þá stendur til að ráða tímabundið í starf Hjörleifs þar til nýr forstjóri verði ráðinn. Því má búast við því að Hjörleifur láti þegar af störfum. Ekki náðist í stjórnarmenn Orkuveitunnar né Hjörleif sjálfan við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×