Jökulsá í miklum ham - Öskjuleið ófær 17. ágúst 2010 11:45 Frá Herðubreiðarlindum. Öskjuleið er ófær eftir að Jökulsá á Fjöllum rauf varnargarð við Herðubreiðarlindir í gærmorgun. Óvíst er að vegurinn opnist á ný þetta sumar. Hálendisfulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs segir að áin hafi verið óvenju vatnsmikil í sumar og telur skýringuna þá að askan úr Eyjafjallajökli valdi meiri snjóbráðnun á jöklum. Öskjuleið, hálendisvegur númer F88, er fjölfarnasta leiðin inn í Herðubreiðarlindir, Öskju og Kverkfjöll. Hún liggur meðfram vesturbakka Jökulsár á Fjöllum frá hringveginum á Mývatnsöræfum við Hrossaborg. Vegurinn rofnaði í gærmorgun milli Lindaár og Strýtu, en svo nefnist skáli landvarða í Herðubreiðarlindum. Jökulsá rauf 40 til 50 metra breitt skarð í varnargarð, sem upphaflega var gerður fyrir sex árum, en hafði verið styrktur í vor, þar sem menn óttuðust að svona gæti farið, enda hefur áin verið að breyta sér þarna á svæðinu á undanförnum árum. Að sögn Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, hálendisfulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, er vegurinn nú kolófær öllum bílum og óvíst hvenær hann opnast á ný. Hátt í tvöhundruð ferðamenn á svæðinu eru þó ekki innilokaðir því þeir geta komist austur yfir Jökulsá við Upptyppinga og síðan yfir þverána Kreppu og þaðan til Möðrudals, en sú leið telst þokkaleg. Leiðir til vesturs, Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, eru mun verri og seinfarnari, og raunar varasamar þessa dagana vegna vatnavaxta, sérstaklega Gæsavatnaleið. Um tíu ferðamenn gistu í Herðubreiðarlindum í nótt, um eitthundrað gistu við Drekagil í Öskju og um fimmtíu manns voru í Kverkfjöllum, að sögn skálavarða. Jóhanna Katrín segir Jökulsá á Fjöllum hafa verið óvenju vatnsmikla í sumar og rekur hún það til öskunnar úr Eyjafjallajökli, sem valdi meiri snjóbráðnun á Dyngjujökli og Brúarjökli, skriðjöklum Vatnajökuls til norðurs. Gunnar Bóasson hjá Vegagerðinni á Húsavík segir Jökulsá nú í miklum ham og meðan svo sé þýði ekkert að reyna að opna veginn en málið verði þó skoðað þegar sljákki í ánni. Landvörður á svæðinu telur óvíst að vegurinn opnist aftur þetta sumarið. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Öskjuleið er ófær eftir að Jökulsá á Fjöllum rauf varnargarð við Herðubreiðarlindir í gærmorgun. Óvíst er að vegurinn opnist á ný þetta sumar. Hálendisfulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs segir að áin hafi verið óvenju vatnsmikil í sumar og telur skýringuna þá að askan úr Eyjafjallajökli valdi meiri snjóbráðnun á jöklum. Öskjuleið, hálendisvegur númer F88, er fjölfarnasta leiðin inn í Herðubreiðarlindir, Öskju og Kverkfjöll. Hún liggur meðfram vesturbakka Jökulsár á Fjöllum frá hringveginum á Mývatnsöræfum við Hrossaborg. Vegurinn rofnaði í gærmorgun milli Lindaár og Strýtu, en svo nefnist skáli landvarða í Herðubreiðarlindum. Jökulsá rauf 40 til 50 metra breitt skarð í varnargarð, sem upphaflega var gerður fyrir sex árum, en hafði verið styrktur í vor, þar sem menn óttuðust að svona gæti farið, enda hefur áin verið að breyta sér þarna á svæðinu á undanförnum árum. Að sögn Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, hálendisfulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, er vegurinn nú kolófær öllum bílum og óvíst hvenær hann opnast á ný. Hátt í tvöhundruð ferðamenn á svæðinu eru þó ekki innilokaðir því þeir geta komist austur yfir Jökulsá við Upptyppinga og síðan yfir þverána Kreppu og þaðan til Möðrudals, en sú leið telst þokkaleg. Leiðir til vesturs, Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, eru mun verri og seinfarnari, og raunar varasamar þessa dagana vegna vatnavaxta, sérstaklega Gæsavatnaleið. Um tíu ferðamenn gistu í Herðubreiðarlindum í nótt, um eitthundrað gistu við Drekagil í Öskju og um fimmtíu manns voru í Kverkfjöllum, að sögn skálavarða. Jóhanna Katrín segir Jökulsá á Fjöllum hafa verið óvenju vatnsmikla í sumar og rekur hún það til öskunnar úr Eyjafjallajökli, sem valdi meiri snjóbráðnun á Dyngjujökli og Brúarjökli, skriðjöklum Vatnajökuls til norðurs. Gunnar Bóasson hjá Vegagerðinni á Húsavík segir Jökulsá nú í miklum ham og meðan svo sé þýði ekkert að reyna að opna veginn en málið verði þó skoðað þegar sljákki í ánni. Landvörður á svæðinu telur óvíst að vegurinn opnist aftur þetta sumarið.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira