Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez.
Jeffrén Suárez kom Barcelona í 1-0 á 27. mínútu eftir sendingu frá Eric Abidal og undirbúning frá Lionel Messi. Bojan Krkic kom Barcelona í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik eftir sendingu frá fyrirliðanum Carles Puyol.
Eric Abidal og Lionel Messi endurtóku síðan leikinn á 59. mínútu og Abidal átti sendingu á Bojan Krkic sem skoraði sitt annað mark. Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn eftir sendingu frá Pedro Rodriguez á 68. mínútu. Markel Susaeta minnkaði síðan muninn á 77.mínútu.
Real Madrid getur jafnað Barcelona að stigum með sigri á Racing Santander á morgun en liðin mætast síðan í El Clasico um næstu helgi.
Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn