Auðveldara að meta börn eftir átta ára aldur Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2010 11:11 Tryggingafélagið Sjóvá metur hvort hægt sé að tryggja börn með þroskaröskun, eins og ofvirkni með athyglisbrest, eftir að barnið hefur náð átta ára aldri, samkvæmt vinnureglum fyrirtækisins. Þetta segir Valborg Sveinsdóttir, sérfræðingur í persónutryggingum hjá Sjóvá. Hún segir að ástæðan sé sú að eftir þann aldur sé auðveldara að meta barnið. „Þá er barnið búið að vera í skóla í ákveðinn tíma og komin ákveðin reynsla á það hvernig það fúnkerar í umhverfinu með sinni fötlun eða þroskaröskun. Og þá er kannski hægt að sjá betur til hvort það er aukin áhætta varðandi slys eða annað," segir Valborg. Hún segir að eftir þennan aldur sé vel hugsanlegt að hægt sé að veita trygginguna með einhverjum takmörkunum. Vísir sagði í morgun frá máli Sunnu Albertsdóttur. Hún fær ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega. Valborg viðurkennir vissulega að tryggingin sé takmörkuð. Það sé vegna þess að hún sé ódýr. Iðgjaldið er um 11 þúsund krónur á ári. Valborg segir að þegar verið sé að meta svona tryggingar sé tekið tillit til heilsufarsupplýsinga. „Hvers kyns atriði í heilsufarssögunni eru skoðuð," segir Valborg. Bætur séu greiddar fyrir slys sem barn verður fyrir eða sjúkdóma sem barnið fær á tryggingatímanum eftir að tryggingin hefur verið tekin. „Það að heilbrigt barn sé komið með tryggingu og greinist síðan með einhvern sjúkdóm. Það er akkúrat það sem tryggingin gengur út á," segir Valborg. Valborg segir að í sumum tilfellum þurfi að meta það eftir ákveðinn aldur hvort hægt sé að veita trygginguna og þá með ákveðnum takmörkunum. Þannig hafi það verið í tilviki Sunnu og drengsins hennar. Hún segir dæmin vera hliðstæð ef um aðra sjúkdóma er að ræða. „Ef það kæmi umsókn fyrir barn sem þegar er komið með sykursýki, þá þyrftum við að bregðast við því á sama hátt og við myndum bregðast við umsókn frá barni sem er þegar komið með einhverja þroskaröskun," segir Valborg. Tengdar fréttir Fær ekki að tryggja barn með athyglisbrest Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. 26. ágúst 2010 10:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Tryggingafélagið Sjóvá metur hvort hægt sé að tryggja börn með þroskaröskun, eins og ofvirkni með athyglisbrest, eftir að barnið hefur náð átta ára aldri, samkvæmt vinnureglum fyrirtækisins. Þetta segir Valborg Sveinsdóttir, sérfræðingur í persónutryggingum hjá Sjóvá. Hún segir að ástæðan sé sú að eftir þann aldur sé auðveldara að meta barnið. „Þá er barnið búið að vera í skóla í ákveðinn tíma og komin ákveðin reynsla á það hvernig það fúnkerar í umhverfinu með sinni fötlun eða þroskaröskun. Og þá er kannski hægt að sjá betur til hvort það er aukin áhætta varðandi slys eða annað," segir Valborg. Hún segir að eftir þennan aldur sé vel hugsanlegt að hægt sé að veita trygginguna með einhverjum takmörkunum. Vísir sagði í morgun frá máli Sunnu Albertsdóttur. Hún fær ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega. Valborg viðurkennir vissulega að tryggingin sé takmörkuð. Það sé vegna þess að hún sé ódýr. Iðgjaldið er um 11 þúsund krónur á ári. Valborg segir að þegar verið sé að meta svona tryggingar sé tekið tillit til heilsufarsupplýsinga. „Hvers kyns atriði í heilsufarssögunni eru skoðuð," segir Valborg. Bætur séu greiddar fyrir slys sem barn verður fyrir eða sjúkdóma sem barnið fær á tryggingatímanum eftir að tryggingin hefur verið tekin. „Það að heilbrigt barn sé komið með tryggingu og greinist síðan með einhvern sjúkdóm. Það er akkúrat það sem tryggingin gengur út á," segir Valborg. Valborg segir að í sumum tilfellum þurfi að meta það eftir ákveðinn aldur hvort hægt sé að veita trygginguna og þá með ákveðnum takmörkunum. Þannig hafi það verið í tilviki Sunnu og drengsins hennar. Hún segir dæmin vera hliðstæð ef um aðra sjúkdóma er að ræða. „Ef það kæmi umsókn fyrir barn sem þegar er komið með sykursýki, þá þyrftum við að bregðast við því á sama hátt og við myndum bregðast við umsókn frá barni sem er þegar komið með einhverja þroskaröskun," segir Valborg.
Tengdar fréttir Fær ekki að tryggja barn með athyglisbrest Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. 26. ágúst 2010 10:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Fær ekki að tryggja barn með athyglisbrest Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. 26. ágúst 2010 10:00