Fær ekki að tryggja barn með athyglisbrest SB skrifar 26. ágúst 2010 10:00 Sunna Albertsdóttir ásamt dóttur sinni. Báðar eru þær greindar með ADHD. Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. „Við sóttum um barnatryggingu hjá Sjóvá og fengum þetta svar í dag," segir Sunna en í svarinu frá Sjóvá segir að ekki sé hægt að tryggja barnið þar sem það þjáist af ofvirkni og athyglisbrest en hún geti hins vegar sótt aftur um tryggingu fyrir barnið að ári. „Ég veit ekki hvað ætti að hafa breyst eftir ár, jú barnið verður kannski orðið tíu sentímetrum hærra en þessi sjúkdómur hverfur ekki."Svarbréfið frá Sjóvá. Sunnu er bent á að hún geti sótt aftur um tryggingu fyrir son sinn að ári...Sunna segist ekki skilja rökin á bak við ákvörðun Sjóvá. Hún bendir á að sífellt stækkandi hópur krakka sé í dag greindur með athyglisbrest eða ofvirkni og það sé verið að útiloka það að sá hópur fái notið trygginga. Sjálf er Sunna með ADHD líkt og dóttir hennar. „Hún er samt með mjög góðar einkunnir í íþróttum og öðrum greinum í skólanum," segir Sunna. Eftir að hafa fengið svar Sjóvá í hendurnar segist Sunna efins um að hún vilji halda áfram viðskiptum við tryggingafélagið. „Ég er að íhuga að færa mínar tryggingar í burtu frá Sjóvá. Ég ætla líka að tala við þá hjá Sjónarhóli sem eru regnhlífasamtök fyrir fólk með athyglisbrest og ofvirkni."Sunna segir málið alvarlegt. „Það er allt í lagi að benda fólki á þetta. Það er mikið af krökkum í þjóðfélaginu sem þjáist af þessum röskunum og hvað gerist í framtíðinni þegar þau verða eldri. Á sonur minn ekki að eiga rétt á líf og sjúkdómatryggingu?" Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. „Við sóttum um barnatryggingu hjá Sjóvá og fengum þetta svar í dag," segir Sunna en í svarinu frá Sjóvá segir að ekki sé hægt að tryggja barnið þar sem það þjáist af ofvirkni og athyglisbrest en hún geti hins vegar sótt aftur um tryggingu fyrir barnið að ári. „Ég veit ekki hvað ætti að hafa breyst eftir ár, jú barnið verður kannski orðið tíu sentímetrum hærra en þessi sjúkdómur hverfur ekki."Svarbréfið frá Sjóvá. Sunnu er bent á að hún geti sótt aftur um tryggingu fyrir son sinn að ári...Sunna segist ekki skilja rökin á bak við ákvörðun Sjóvá. Hún bendir á að sífellt stækkandi hópur krakka sé í dag greindur með athyglisbrest eða ofvirkni og það sé verið að útiloka það að sá hópur fái notið trygginga. Sjálf er Sunna með ADHD líkt og dóttir hennar. „Hún er samt með mjög góðar einkunnir í íþróttum og öðrum greinum í skólanum," segir Sunna. Eftir að hafa fengið svar Sjóvá í hendurnar segist Sunna efins um að hún vilji halda áfram viðskiptum við tryggingafélagið. „Ég er að íhuga að færa mínar tryggingar í burtu frá Sjóvá. Ég ætla líka að tala við þá hjá Sjónarhóli sem eru regnhlífasamtök fyrir fólk með athyglisbrest og ofvirkni."Sunna segir málið alvarlegt. „Það er allt í lagi að benda fólki á þetta. Það er mikið af krökkum í þjóðfélaginu sem þjáist af þessum röskunum og hvað gerist í framtíðinni þegar þau verða eldri. Á sonur minn ekki að eiga rétt á líf og sjúkdómatryggingu?"
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira