Innlent

Hafnarstræti helgað gangandi og hjólandi vegfarendum

Hafnarstræti verðu helgað gangandi og hjólandi vegfarendum til 15. september nk. Lokunin nær ekki frá gatnamótum við Pósthússtræti og að gatnamótum Lækjargötu.
Hafnarstræti verðu helgað gangandi og hjólandi vegfarendum til 15. september nk. Lokunin nær ekki frá gatnamótum við Pósthússtræti og að gatnamótum Lækjargötu. Mynd/Þorvaldur Ö. Kristsmundsson
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að Hafnarstræti verði tímabundið lokað fyrir bílaumferð og helgað gangandi og hjólandi vegfarendum.

Beiðni barst frá verslunar- og þjónustuaðilum við götuna þar sem þeir óskuðu eftir því að gatan yrði gerð að göngugötu til 15. september og hafa þeir fengið leyfi til þess að skapa skemmtilega útistemmningu í götunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Lokunin nær frá gatnamótum við Pósthússtræti og að gatnamótum við Tryggvagötu.

„Hugmyndin er mjög góð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri, og bætir við að sjálfsagt sé að taka fagnandi þessu frumkvæði rekstraraðila um að gera borgina skemmtilegri.

Undanfarin sumur hefur götum í miðborginni verið lokað fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum til að bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þetta hefur mælst vel fyrir á meðal vegfarenda og veitingahúsaeigenda í miðborginni enda skapast um leið betri aðstaða fyrir borgarbúa og gesti til að njóta þess sem miðbærinn hefur upp á að bjóða. Þá er það ennfremur vilji borgaryfirvalda að styðja við vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina enn frekara lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×