Innlent

Jóhanna brýnir mikilvægi ESB aðildar fyrir áhorfendum BBC

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Það er mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá samning við Evrópusambandið sem Íslendingar eru sáttir við, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Jóhanna sagði að það væri jafnframt mikilvægt að fá niðurstöðu í sjávarútvegsmálin sem Íslendingar gætu sætt sig við.

Í fréttinni segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi meiri efasemdir um evruna og Evrópusambandið. „Sumir telja að þetta sé besta lausnin, jafnvel eina lausnin í stöðunni. Aðrir benda hins vegar á að það að hafa eigin gjaldmiðil með þeim sveigjanleika og aðlögunargetu sem það hefur í för með sér geti verið efnahagslífinu mjög hjálplegt," segir Steingrímur sjálfur í viðtalinu.

Í fréttinni segir jafnframt að Íslendingar snúi sér nú að grundvallaratriðum. Sjávarútvegurinn gangi vel og álframleiðsla gangi sömuleiðis vel. Hins vegar hafi Vinstri grænir mótmælt álverum hingað til.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×