Innlent

Brauðmolum kastað til lýðsins

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Þar segir ennfremur að í fréttatilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu megi lesa að ráðuneytið og lánveitendur hafi gert með sér samkomulag um að tryggja greiðslujöfnun gengistryggðra fasteignaveðlána einstaklinga.

„Hagsmunasamtök heimilanna vekja sérstaka athygli á að ekkert samráð virðist hafa verið haft við neytendur vegna málsins. Slíkt er með öllu óásættanlegt og ber merki um einstakan valdhroka og einbeittan brotavilja gagnvart þjóð sem er ætlað að bera mjög þungar byrðar á næstu árum. Svona samkomulag er marklaust án aðkomu allra hagsmunaaðila," segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×