Erlent

Um eitthundrað lík fundin í Jakarta

Óli Tynes skrifar
Björgunarsveitir að störfum í Jakarta.
Björgunarsveitir að störfum í Jakarta. MYND/AP

Búið er að finna tæplega eitthundrað lík í rústum mörghundruð húsa sem flóðbylgja hreif með sér þegar stífla brast í úthverfi Jakarta höfuðborgar Indónesíu í gær.

Yfir eitthundrað manna er enn saknað og lítil von talin til þess að þeir séu enn á lífi. Stíflan var meira en hundrað ára gömul.

Hún brast eftir margra daga úrhellis rigningu. Björgunarsveitir eru enn á vettvangi, bæði við leit og til þess að hlúa að fólki sem missti heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×