„Gömlu nýlenduþjóðirnar haga sér með ólíkindum“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. júní 2009 16:37 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra. Mynd/Pjetur „Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að íslenska ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. Hollendingar lærðu þetta í Indónesíu og Bretar hafa mergsogið sínar gömlu nýlendur í gegnum tíðina og vilja gera það sama við okkur," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segist ekki sáttur við þau samningsdrög sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið og segir þau ekki hafa verið lögð fram með sínu samþykki. „Þessi mál er ég að skoða niður í kjölin og það er skylda hvers einasta þingmanns og kunnáttumanns í þjóðfélaginu að kynna sér þessi mál í þaula. Þingmenn eiga ekki að leggjast í skotgrafir heldur grafa sig upp úr hjólförunum og taka afstöðu í þessu máli, hvort sem þeir sitja hjá eða ekki," segir Ögmundur sem telur að þeir þingmenn sem ákveði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna taki líka ákveðna afstöðu. Ögmundur segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn í þessu máli og sé ennfremur ekki búinn að útiloka neinn kost. Hann segir að það sé afar mikilvægt að þingmenn skipti sér ekki í ákveðna flokka, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, í þessu máli heldur taki persónulega afstöðu til þessa gríðarlega mikilvæga máls. „Við höfum einfaldlega ekki efni á því að skiptast í einhverja flokka eftir ákveðnum stundarhagsmunum," sagði Ögmundur. Aðspurður um hljómgrunn í þingflokki Vinstri Grænna sagði Ögmundur að þeir þingmenn sem hafi verið andstæðir samningnum hafi fyrivara á sínum málflutningi. Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að íslenska ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. Hollendingar lærðu þetta í Indónesíu og Bretar hafa mergsogið sínar gömlu nýlendur í gegnum tíðina og vilja gera það sama við okkur," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segist ekki sáttur við þau samningsdrög sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið og segir þau ekki hafa verið lögð fram með sínu samþykki. „Þessi mál er ég að skoða niður í kjölin og það er skylda hvers einasta þingmanns og kunnáttumanns í þjóðfélaginu að kynna sér þessi mál í þaula. Þingmenn eiga ekki að leggjast í skotgrafir heldur grafa sig upp úr hjólförunum og taka afstöðu í þessu máli, hvort sem þeir sitja hjá eða ekki," segir Ögmundur sem telur að þeir þingmenn sem ákveði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna taki líka ákveðna afstöðu. Ögmundur segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn í þessu máli og sé ennfremur ekki búinn að útiloka neinn kost. Hann segir að það sé afar mikilvægt að þingmenn skipti sér ekki í ákveðna flokka, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, í þessu máli heldur taki persónulega afstöðu til þessa gríðarlega mikilvæga máls. „Við höfum einfaldlega ekki efni á því að skiptast í einhverja flokka eftir ákveðnum stundarhagsmunum," sagði Ögmundur. Aðspurður um hljómgrunn í þingflokki Vinstri Grænna sagði Ögmundur að þeir þingmenn sem hafi verið andstæðir samningnum hafi fyrivara á sínum málflutningi.
Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56