Enski boltinn

Gerrard selur Audi-inn sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ef einhverjir stuðningsmenn Liverpool eru ekki búnir að kaupa allar jólagjafirnar í ár þá má benda þeim á að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er að selja eitt stykki Audi-glæsibifreið.

Um er að ræða Audi af gerðinni A3 TDi og frá árinu 1996. Bíllinn selst á rétt rúmlega 3 milljónir króna.

Bíllinn er að sjálfsögðu leðurklæddur og með góðu Bose-hátalarakerfi.

Gerrard hefur reyndar lítið verið í bílnum þar sem eiginkona hans, Alex Curran, var aðallega á honum.

Hún er búinn að fá nýjan Audi enda vart boðlegt að aka um á bíl frá 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×