Pétur Tyrfingsson í framboð fyrir Samfylkingu 17. febrúar 2009 22:05 Pétur Tyrfingsson Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra." Kosningar 2009 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra."
Kosningar 2009 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira