Íslenski boltinn

Jónas Grani til HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jónas Grani í leik með Fjölni í sumar.
Jónas Grani í leik með Fjölni í sumar. Mynd/Daníel
Jónas Grani Garðarsson samdi í gær við 1. deildarlið HK um að spila með liðinu á næsta ári ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Jónas Grani lék með Fjölni í sumar og sagði eftir mót að líklegt væri að hann myndi leggja skóna á hilluna.

Hann á langan feril að baki og lék lengi með Völsungi og FH en hann varð þrívegis Íslandsmeistari með síðarnefnda liðinu. Þá lék hann einnig með Fram og var markahæsti leikmaður efstu deildar árið 2007.

Þá framlengdi hinn átján ára Hafsteinn Briem samning sinn við félagið til næstu tveggja ára en hann þykir afar efnilegur leikmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×