Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Höskuldur Kári Schram skrifar 13. apríl 2009 18:30 Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn. Kosningar 2009 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira