Erlent

Eldfjallaaska fellur í Anchorage

Óli Tynes skrifar
Bólstrar úr Redoubt teygja sig hátt til himins.
Bólstrar úr Redoubt teygja sig hátt til himins. MYND/AP

Aska er nú farin að falla í Anchorage stærstu borg Alaska. Sprengigos halda áfram í eldfjallinu Redoubt og gjóskumökkur stígur tugi kílómetra í loft upp.

Fjallið er um 160 kílómetra suðvestur af Anchorage. Vegna gjóskunnar hefur þurft að aflýsa fjölmörgum flugferðum þar sem hún getur stíflað hreyfla flugvélanna.

Íbúar borgarinnar ganga margir hverjir með grímur eða risjur fyrir andlitinu.

Þeir kvíða framhaldinu því askan getur haldist í andrúmsloftinu mánuðum saman og risið upp eða komið niður eftir því hvernig loftþyngd er og vindar blása,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×