Enski boltinn

City í viðræðum um Kaka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kaka í leik með AC Milan.
Kaka í leik með AC Milan.

Manchester City er í viðræðum við AC Milan um hugsanleg kaup á brasilíska miðjumanninum Kaka.

Þetta er samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sky.

Garry Cook, stjórnarmaður hjá City, ferðaðist til Ítalíu til að hefja viðræður. AC Milan hefur gefið það út að félagið ætli ekki að selja Kaka en spurning er hvort það standist risaboð frá City.

Kaka hefur látið hafa eftir sér að metnaður sinn sé að spila í ensku úrvalsdeildinni. City hefur hinsvegar gengið illa á tímabilinu og gæti það hindrað Kaka í að fara til liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×