Erlent

Viðskiptaráðherra Japans fyrrum lögga með 6. dan í aikido

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Yukio Hatoyama, næsti forsætisráðherra Japans, vinnur nú að því að skipa ráðherra síns flokks.
Yukio Hatoyama, næsti forsætisráðherra Japans, vinnur nú að því að skipa ráðherra síns flokks. MYND/Reuters

Næsti viðskiptaráðherra Japans er fyrrverandi lögreglumaður á áttræðisaldri.

Shizuka Kamei er 72 ára gamall, hann hefur haft nokkur afskipti af stjórnmálum, einkum þegar hann gegndi formennsku í litlum stjórnmálaflokki sem hafði það að meginmarkmiði að stemma stigu við einkavæðingu japönsku póstþjónustunnar.

Hann varð síðar samgönguráðherra og starfaði í lögreglunni á sjöunda og áttunda áratugnum og kom að ýmsum stórmálum, til að mynda flugráninu í Tel Aviv í samvinnu við ísraelskar sérsveitir. Kamei þykir búa yfir takmarkaðri reynslu af bankamálum og viðskiptum og sóttist reyndar upphaflega eftir embætti innanríkisráðherra en japanski demókrataflokkurinn fékk það ráðuneyti í hendur og setti sinn mann þangað.

Að lokum má geta þess að nýi viðskiptaráðherrann ber sjötta gráðu svart belti í aikido en hefur auk þess gaman af því að spila golf og mála. Ein persóna í hinum japönsku manga-teiknimyndum er meira að segja byggð á honum og geta varla margir japanskir ráðherrar státað af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×