Innlent

Fáheyrð afstaða ráðherra

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

„Það er algjörlega fáheyrt að ráðherra hvetji til þess að menn sniðgangi lög,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og iðnaðarráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að styðja eigi við bak Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í baráttu gegn innflutningi. Störf og sparnaður gjaldeyris réttlæti það. Hann segir jafnframt að samkeppnislög eigi ekki að standa í veginum fyrir því.

„Jón upplifir þetta sem pólitíska spurningu – vernd innlendrar atvinnustarfsemi, en þá er hann í raun að lýsa sig andsnúinn því lagaumhverfi sem við búum við eftir að við urðum hluti af Evrópska efnahagsvæðinu. Hann gat auðvitað tekið það upp pólitískt, en hann getur ekki hvatt til þess að við brjótum gegn þeim lögum sem við búum við. Það er mikill munur á því að vera á móti lögum og að brjóta þau.“

Gunnar Helgi segir að eflaust sé hægt að finna dæmi um eitthvað svipað frá fyrri tíð, enda hafi viðskiptalífið hér á landi verið mun tengdara stjórnmálunum en nú.

„En eftir að Ísland varð hluti af EES, og hér komst á þolanlegt samkeppnisumhverfi, höfum við ekki haft neina opinbera umræðu af þessu tagi svo ég viti til.“

- shá

Jón Bjarnason


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.