Skapa verður traust á milli almennings og stjórnmálamanna 12. apríl 2009 11:02 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar. Katrín, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Katrín sagði mikilvægt að stjórnmálamenn vinni sér að nýju traust meðal almennings. Hún sagði ekki hægt að bera fjárstyrki Samfylkingarinnar saman við ristastyrki Sjálfstæðisflokksins. Samanlögð upphæð styrkjanna væri minni en risastyrkirnir. Þá benti hún á að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi 14 sinnum lagt fram frumvarp þess efnis að bókhald stjórnmálaflokkanna væru opin. Dögg sagði til fyrirmyndar að Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson hafi stigið fram og sagst hafa aflað styrkjanna frá FL Group og Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í bágri fjárhagsstöðu og reglur hafi verið þrengdar. Á sama tíma hafi menn freistast til þess að laga fjárhag flokksins sem er bagalegt að mati Daggar. Menn sýndu með því dómgreindarskort. Eygló sagði að það liggi fyrir að Framsóknarflokkurinn vilji upplýsa um þá styrki sem flokkurinn hlaut 2006. Verið sé að vinna að því að fá samþykki fyrirtækja sem styrktu flokkinn til að birta upplýsingarnar. Jafnframt benti Eygló að flokkurinn hafi strax veitt upplýsingar um heildarupphæð fjárstyrkja og hversu hár hæsti styrkurinn var. Kosningar 2009 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar. Katrín, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Katrín sagði mikilvægt að stjórnmálamenn vinni sér að nýju traust meðal almennings. Hún sagði ekki hægt að bera fjárstyrki Samfylkingarinnar saman við ristastyrki Sjálfstæðisflokksins. Samanlögð upphæð styrkjanna væri minni en risastyrkirnir. Þá benti hún á að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi 14 sinnum lagt fram frumvarp þess efnis að bókhald stjórnmálaflokkanna væru opin. Dögg sagði til fyrirmyndar að Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson hafi stigið fram og sagst hafa aflað styrkjanna frá FL Group og Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í bágri fjárhagsstöðu og reglur hafi verið þrengdar. Á sama tíma hafi menn freistast til þess að laga fjárhag flokksins sem er bagalegt að mati Daggar. Menn sýndu með því dómgreindarskort. Eygló sagði að það liggi fyrir að Framsóknarflokkurinn vilji upplýsa um þá styrki sem flokkurinn hlaut 2006. Verið sé að vinna að því að fá samþykki fyrirtækja sem styrktu flokkinn til að birta upplýsingarnar. Jafnframt benti Eygló að flokkurinn hafi strax veitt upplýsingar um heildarupphæð fjárstyrkja og hversu hár hæsti styrkurinn var.
Kosningar 2009 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira