Skapa verður traust á milli almennings og stjórnmálamanna 12. apríl 2009 11:02 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar. Katrín, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Katrín sagði mikilvægt að stjórnmálamenn vinni sér að nýju traust meðal almennings. Hún sagði ekki hægt að bera fjárstyrki Samfylkingarinnar saman við ristastyrki Sjálfstæðisflokksins. Samanlögð upphæð styrkjanna væri minni en risastyrkirnir. Þá benti hún á að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi 14 sinnum lagt fram frumvarp þess efnis að bókhald stjórnmálaflokkanna væru opin. Dögg sagði til fyrirmyndar að Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson hafi stigið fram og sagst hafa aflað styrkjanna frá FL Group og Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í bágri fjárhagsstöðu og reglur hafi verið þrengdar. Á sama tíma hafi menn freistast til þess að laga fjárhag flokksins sem er bagalegt að mati Daggar. Menn sýndu með því dómgreindarskort. Eygló sagði að það liggi fyrir að Framsóknarflokkurinn vilji upplýsa um þá styrki sem flokkurinn hlaut 2006. Verið sé að vinna að því að fá samþykki fyrirtækja sem styrktu flokkinn til að birta upplýsingarnar. Jafnframt benti Eygló að flokkurinn hafi strax veitt upplýsingar um heildarupphæð fjárstyrkja og hversu hár hæsti styrkurinn var. Kosningar 2009 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar. Katrín, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Katrín sagði mikilvægt að stjórnmálamenn vinni sér að nýju traust meðal almennings. Hún sagði ekki hægt að bera fjárstyrki Samfylkingarinnar saman við ristastyrki Sjálfstæðisflokksins. Samanlögð upphæð styrkjanna væri minni en risastyrkirnir. Þá benti hún á að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi 14 sinnum lagt fram frumvarp þess efnis að bókhald stjórnmálaflokkanna væru opin. Dögg sagði til fyrirmyndar að Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson hafi stigið fram og sagst hafa aflað styrkjanna frá FL Group og Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í bágri fjárhagsstöðu og reglur hafi verið þrengdar. Á sama tíma hafi menn freistast til þess að laga fjárhag flokksins sem er bagalegt að mati Daggar. Menn sýndu með því dómgreindarskort. Eygló sagði að það liggi fyrir að Framsóknarflokkurinn vilji upplýsa um þá styrki sem flokkurinn hlaut 2006. Verið sé að vinna að því að fá samþykki fyrirtækja sem styrktu flokkinn til að birta upplýsingarnar. Jafnframt benti Eygló að flokkurinn hafi strax veitt upplýsingar um heildarupphæð fjárstyrkja og hversu hár hæsti styrkurinn var.
Kosningar 2009 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira