Ólafur vill lækka hámarkshraða 25. maí 2009 10:10 Ólafur F. Magnússon hugsi. „Ég tel að taka þurfi kröftuglega til hendinni til að fækka slysum og eyða svartblettum í allri borginni í samræmi við tillögur mínar í borgarráði á meðan ég gegndi starfi borgarstjóra...," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og óháðra, en hann hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarráðs næsta fimmtudag að hluta Hringbrautar og Háaleytisbraut verði breytt í þrjátíu kílómetra kafla. Í tillögu Ólafs er jafnframt hvatt til þess að Hofsvallagata verði öll gerð að 30 kílómetra svæði. Þá vill Ólafur einnig að Bústaðavegur, frá gatnamótum við Sæbraut, verði breytt í 30 kílómetra svæði vestur Háaleytisbraut. Jafnframt verði öll Háaleytisbraut gerð að 30 kílómetra svæði. Ástæðan fyrir því að Ólafur berst fyrir lækkun hámarkshraðans á þessu svæði er helst sú að vegirnir slíta í sundur íbúabyggð. „Þarna þurfa börn að fara yfir til þess að komast í skólann," segir Ólafur og bætir við að hann hafi orðið var við mikla óánægju með núverandi fyrirkomulag hjá íbúum við Bústaðaveg á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Tillögu sína ætlar Ólafur að leggja fram á fimmtudaginn á borgarráðsfundi en hana má lesa í heild sinni hér: Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust. Jafnframt verði Hofsvallagata öll gerð að 30 km svæði. Einnig samþykkir borgarráð að Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut verði gerður að 30 km svæði vestur að Háaleitisbraut. Jafnframt verði Háaleitisbraut öll gerð að 30 km svæði. Auk þess verði unnar nýjar og víðtækari tillögur Umhverfis- og samgönguráðs um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í öllum hverfum borgarinnar í samræmi við tillögu þáverandi borgarstjóra frá í aprílmánuði 2008, m.a. með það að markmiði að börn á leið í skóla þurfi ekki að fara yfir götur með yfir 30 km hámarkshraða. Annars komi til mislæg göngutengl. Þá samþykkir borgarrráð að umferðaröryggi verði þegar í stað aukið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar með umferðarljósum fyrir vinstri beygju á gatnamótunum. Loks skorar borgarráð á Ríkisstjórn og Vegagerðina að ganga nú þegar til viðræðna við Reykjavíkurborg um tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes alla leið frá Ártúnsbrekku að Hvalfjarðargöngum. Þá sé brýnt að öll umferðatengsl byggðar á Kjalarnesi við Vesturlandsveg verði mislæg hið fyrsta. Eyðing svartbletta og fækkun slysa í umferðinni hljóti að hafa forgang umfram jarðgangagerð á höfuðborgarsvæðinu sem annars staðar á landinu. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Ég tel að taka þurfi kröftuglega til hendinni til að fækka slysum og eyða svartblettum í allri borginni í samræmi við tillögur mínar í borgarráði á meðan ég gegndi starfi borgarstjóra...," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og óháðra, en hann hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarráðs næsta fimmtudag að hluta Hringbrautar og Háaleytisbraut verði breytt í þrjátíu kílómetra kafla. Í tillögu Ólafs er jafnframt hvatt til þess að Hofsvallagata verði öll gerð að 30 kílómetra svæði. Þá vill Ólafur einnig að Bústaðavegur, frá gatnamótum við Sæbraut, verði breytt í 30 kílómetra svæði vestur Háaleytisbraut. Jafnframt verði öll Háaleytisbraut gerð að 30 kílómetra svæði. Ástæðan fyrir því að Ólafur berst fyrir lækkun hámarkshraðans á þessu svæði er helst sú að vegirnir slíta í sundur íbúabyggð. „Þarna þurfa börn að fara yfir til þess að komast í skólann," segir Ólafur og bætir við að hann hafi orðið var við mikla óánægju með núverandi fyrirkomulag hjá íbúum við Bústaðaveg á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Tillögu sína ætlar Ólafur að leggja fram á fimmtudaginn á borgarráðsfundi en hana má lesa í heild sinni hér: Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust. Jafnframt verði Hofsvallagata öll gerð að 30 km svæði. Einnig samþykkir borgarráð að Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut verði gerður að 30 km svæði vestur að Háaleitisbraut. Jafnframt verði Háaleitisbraut öll gerð að 30 km svæði. Auk þess verði unnar nýjar og víðtækari tillögur Umhverfis- og samgönguráðs um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í öllum hverfum borgarinnar í samræmi við tillögu þáverandi borgarstjóra frá í aprílmánuði 2008, m.a. með það að markmiði að börn á leið í skóla þurfi ekki að fara yfir götur með yfir 30 km hámarkshraða. Annars komi til mislæg göngutengl. Þá samþykkir borgarrráð að umferðaröryggi verði þegar í stað aukið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar með umferðarljósum fyrir vinstri beygju á gatnamótunum. Loks skorar borgarráð á Ríkisstjórn og Vegagerðina að ganga nú þegar til viðræðna við Reykjavíkurborg um tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes alla leið frá Ártúnsbrekku að Hvalfjarðargöngum. Þá sé brýnt að öll umferðatengsl byggðar á Kjalarnesi við Vesturlandsveg verði mislæg hið fyrsta. Eyðing svartbletta og fækkun slysa í umferðinni hljóti að hafa forgang umfram jarðgangagerð á höfuðborgarsvæðinu sem annars staðar á landinu.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira