Tjáir sig ekki um stefnu dóttur Gunnars 27. október 2009 20:44 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það," sagði Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við stefnu Frjálsrar miðlunar gegn honum og Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, og Hafsteins Karlssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Ólafur vísaði þess í stað á lögmann sinn, Hafsteins og Guðfríðar. Dóttir og tengdasonur Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, telja að útgáfufélag þeirra Frjáls miðlun hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna ummæla bæjarfulltrúa minnihlutans og umfjöllunar í fjölmiðlum. Þau hafa stefnt bæjarfulltrúunum og krefjast miskabóta. Töluverð umfjöllun var um viðskipti fyrirtækisins við Kópavogsbæ og tengsl þeirra við Gunnar í fjölmiðlum fyrr í sumar. Fyrirtækið hefur séð um útgáfu og hönnun fyrir bæinn og hefur fengið um 40 milljónir greiddar frá bænum undanfarin sex ár. Minnihlutinn gagnrýndi þessi viðskipti og stjórnsýsluna. Nú hafa eigendur Frjálsrar miðlunar ákveðið að höfða mál gegn Guðríði, Ólafi Þór og Hafsteini. „Þessir ágætu bæjarfulltrúar sem þau stefna núna nýttu sumarið til þess að ata fyrirtækið dylgjum og óhróðri og héldu því fram að fyrirtækið sinnti sínu faglega starfi illa og þar að auki gerst hugsanlega brotlegt við lög," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður Frjálsrar miðlunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þau fara fram á að nokkur ummæli bæjarfulltrúanna um málið verði dæmd dauð og ómerk og fara fram á miskabætur upp á rúmlega ellefu milljónir króna. Aftur á móti sagðist Viðar Lúðvíksson, lögmaður þremenninganna, telja málshöfðunina langsótta og meint tjón ósannað. Gagnrýnin hafi á engan hátt beinst að Frjálsri miðlun. Tengdar fréttir LEX segir Deloitte misskilja LEX lögmannstofa kemst að annarri niðurstöðu en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar og Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar. Í nýju lögfræðiáliti LEX kemur fram að Kópavogsbæ hafi ekki borið að bjóða út verk- eða þjónustukaup sem samið var um við Frjálsa miðlun í þeim tilvikum sem um ræðir. 15. júní 2009 20:15 Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog. 16. júní 2009 11:20 Dóttir Gunnars Birgissonar fær aftur vinnu hjá Kópavogi Hið umdeilda fyrirtæki, Frjáls miðlun, var með lægsta tilboðið í hönnun og gerð á viðurkenningarskjölum og merkjum handa Kópavogsbæ á dögunum og var tilboðinu tekið af hálfu bæjarins. 24. júní 2009 21:00 Dóttir Gunnars Birgissonar í meiðyrðamál við bæjarfulltrúa Frjáls Miðlun ehf., sem er í eigu Guðjóns Gísla Guðmundssonar og Brynhildar Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars Birgissonar, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, hefur stefnt þremur bæjarfulltrúum í Kópavogi fyrir meiðyrði. Alls krefjast hjónin auk Frjálsar miðlunar 11,4 milljóna króna vegna ummælanna. Bæjarfulltrúarnir eru Ólafur Þór Gunnarsson VG, Hafsteinn Karlsson Samfylkingunni og svo Guðríður Arnardóttur sem er einnig í Samfylkingunni. 27. október 2009 12:44 „Varpar nýju ljósi á stöðu mála" „Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum. 21. júní 2009 13:15 Klæðning fékk 130 milljónir frá Kópavogsbæ Verktakafyrirtækið Klæðning, sem var í eigu Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs til ársins 2003, fékk tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna greiddar frá bænum fyrir ýmis verkefni á fjögurra ára tímabili 27. maí 2009 18:08 Meirihlutinn í Kópavogi riðar til falls Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi riðar til falls. Vaxandi þrýstingur er úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra. Endurskoðendur Deloitte standa við fyrri skýrslu um að viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot á lögum. Gunnar Birgisson sakar Deloitte um að gera málið tortryggilegt með óstaðfestum fullyrðingum. Lóa Pind Aldísardóttir. 11. júní 2009 12:44 Dótturfélagið græðir milljónir úr stofunni Útgáfufélagið Frjáls miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs og eiginmanns hennar, er með lögheimili á heimili þeirra hjóna. Gunnar hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að gera samninga við Frjálsa miðlun. Dóttir hans, Brynhildur Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Guðjón Gísli Guðmundsson, eiga og reka félagið. 22. maí 2009 10:58 Bæjarstjóradóttirin tók fúlgur fjár fyrir vinnu sína Fyrirtæki dóttur bæjarstjórans í Kópavogi rukkaði allt að fjórfalt gangverð fyrir umbrot og hönnun á afmælisriti bæjarins fyrir fjórum árum, að mati auglýsingastofu í Reykjavík. Umfangsmikil viðskipti bæjarins við dóttur bæjarstjórans eru í hæsta máta óeðlileg segir fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. 22. maí 2009 18:31 Formaður afmælisnefndar: Gunnar Birgisson ber siðferðislega ábyrgð „Við tókum áreiðanlega ekki ákvörðun um að stoppa þetta rit. Ég myndi sennilega muna það ef svo væri," segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir sem gegndi formennsku afmælisnefndar Kópavogsbæjar þegar Frjáls miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar núverandi bæjarstjóra, fékk greiddar um þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. 10. júní 2009 11:34 Dóttir Gunnars fékk nær mánaðarlega greitt í níu ár Frjáls miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs, hefur fengið greitt nær mánaðalega misháar upphæðir frá Kópavogsbæ frá árinu 2000 til 2009. Þó eru sjö mánuðir sem fyrirtækið fær ekki greitt. Þetta kemur fram á tölfræðivefnum Tíðarandinn.is. 10. júní 2009 14:55 Mun óska frekari upplýsinga um viðskipti Gunnars Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst vafalítið óska eftir frekari upplýsingum um viðskipti verktakafyrirtækisins Klæðningar við Kópavogsbæ, á meðan það var í eigu þáverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Gunnars Birgissonar bæjarstjóra. 1. júní 2009 12:06 Bjarni tjáir sig ekki um mál Gunnars Birgissonar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að tjá sig um umfangsmikla verkefnavinnu dóttur Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, fyrr en endurskoðun bæjarins hefur skilað skýrslu um málið. 22. maí 2009 12:02 Endurskoðandi Kópavogs rannsakar ekki mál Gunnars bæjarstjóra Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í dag að endurskoðandi bæjarins fari ekki með rannsókn á um 50 milljóna króna greiðslum til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Endurskoðendafyrirtækið Deloitte mun því rannsaka málið. 26. maí 2009 18:46 Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt. 15. júní 2009 22:08 Úttekt á máli Gunnars Birgissonar væntanleg Úttekt endurskoðendafyrirtækisins Deloitte á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, er væntanleg. Framsóknarmenn í bæjarfélaginu hafa ekki fundað nýlega um málið en bíða eftir að yfirferð endurskoðendafyrirtækisins liggi fyrir. 2. júní 2009 11:45 Úttekt Deloitte ekki birt fyrr en á þriðjudag Úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sem kynna átti fyrir bæjarfulltrúm í Kópavogi í hádeginu í dag verður ekki kynnt fyrr en á þriðjudag. 5. júní 2009 14:00 Borgaði dótturinni 11 milljónir í önnur verkefni Í skýrslu frá Deloitte kemur fram að Kópavogsbær greiddi Frjálsri miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgisson, bæjarstjóra Kópavogs, að bærinn greiddi ellefu milljónir króna í annan kostnað sem er ekki frekar útskýrður. Það er stærsta greiðslan. Alls greiddi bærinn Frjálsri Miðlun rétt rúmar 39 milljónir króna yfir fimm ára tímabil. 9. júní 2009 16:07 Sjálfstæðismenn ganga að ströngum skilyrðum Framsóknar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks innsigluðu áframhaldandi samstarf flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs fyrir stundu. Samstarfið hékk á bláþræði eftir að tvö hneyksli skóku bæjarbúa. 24. júní 2009 18:02 Vilja klára málið fyrir fulltrúaráðsfundinn á morgun Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla að reyna að hittast í dag til þess að ræða um hver verði eftirmaður Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sem kunnugt er mun Gunnar hafa boðið sínum flokksmönnum að stíga til hliðar til þess að greiða fyrir meirihlutasamstarfi Sjáflstæðis- og Framsóknarflokks í bænrum. Óvíst er hver sest í stól Gunnars en menn vilja vera búnir að klára það mál fyrir fulltrúaráðsfund flokksins sem fram fer á morgun. 14. júní 2009 14:01 Krefjast þess að meirihlutinn axli ábyrgð Vinstri Græn í Kópavogi sendu frá sér yfirlýsingu fyrir stundu varðandi skýrslu Deloitte um viðskipti Frjálsrar miðlunar ehf við Kópavogsbæ. Þar segir að skýrslan sýni að reglur hafi verið brotnar og er allri ábyrgð vísað á bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 9. júní 2009 17:18 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11 Barist um völdin í Kópavogi - tíðinda að vænta í kvöld Það ræðst í kvöld hvort áframhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi. 22. júní 2009 18:49 Hefur þegið hálfa milljón á mánuði Dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur þegið tæpa hálfa milljón í laun á mánuði fyrir ýmis verkefni hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og setið nær ein að verkefnavinnu fyrir bæinn. Oddviti Framsóknarmanna í bænum segir málið óheppilegt og sjálfstæðismenn eru undrandi yfir upphæðunum. 20. maí 2009 19:11 Úttekt á máli Gunnars verður að vera hafin yfir allan vafa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að úttekt á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, verði að vera hafin yfir allan vafa. Þess vegna hafi Samfylkingin lagt til að endurskoðendafyrirtæki færi yfir málið. 26. maí 2009 20:46 Beðið eftir endurskoðun Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi segir að ekkert verði aðhafst í málum er varða greiðslur Kópavogsbæjar til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra fyrr en niðurstaða endurskoðanda liggi fyrir. Mál sem tengist greiðslum bæjarins til Klæðningar sem var í eigu Gunnars verði þá einnig tekin fyrir. Framsóknarmenn í Kópavogi taka í sama streng. Helga Arnardóttir. 28. maí 2009 12:13 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
„Ég ætla ekkert að tjá mig um það," sagði Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við stefnu Frjálsrar miðlunar gegn honum og Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, og Hafsteins Karlssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Ólafur vísaði þess í stað á lögmann sinn, Hafsteins og Guðfríðar. Dóttir og tengdasonur Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, telja að útgáfufélag þeirra Frjáls miðlun hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna ummæla bæjarfulltrúa minnihlutans og umfjöllunar í fjölmiðlum. Þau hafa stefnt bæjarfulltrúunum og krefjast miskabóta. Töluverð umfjöllun var um viðskipti fyrirtækisins við Kópavogsbæ og tengsl þeirra við Gunnar í fjölmiðlum fyrr í sumar. Fyrirtækið hefur séð um útgáfu og hönnun fyrir bæinn og hefur fengið um 40 milljónir greiddar frá bænum undanfarin sex ár. Minnihlutinn gagnrýndi þessi viðskipti og stjórnsýsluna. Nú hafa eigendur Frjálsrar miðlunar ákveðið að höfða mál gegn Guðríði, Ólafi Þór og Hafsteini. „Þessir ágætu bæjarfulltrúar sem þau stefna núna nýttu sumarið til þess að ata fyrirtækið dylgjum og óhróðri og héldu því fram að fyrirtækið sinnti sínu faglega starfi illa og þar að auki gerst hugsanlega brotlegt við lög," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður Frjálsrar miðlunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þau fara fram á að nokkur ummæli bæjarfulltrúanna um málið verði dæmd dauð og ómerk og fara fram á miskabætur upp á rúmlega ellefu milljónir króna. Aftur á móti sagðist Viðar Lúðvíksson, lögmaður þremenninganna, telja málshöfðunina langsótta og meint tjón ósannað. Gagnrýnin hafi á engan hátt beinst að Frjálsri miðlun.
Tengdar fréttir LEX segir Deloitte misskilja LEX lögmannstofa kemst að annarri niðurstöðu en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar og Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar. Í nýju lögfræðiáliti LEX kemur fram að Kópavogsbæ hafi ekki borið að bjóða út verk- eða þjónustukaup sem samið var um við Frjálsa miðlun í þeim tilvikum sem um ræðir. 15. júní 2009 20:15 Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog. 16. júní 2009 11:20 Dóttir Gunnars Birgissonar fær aftur vinnu hjá Kópavogi Hið umdeilda fyrirtæki, Frjáls miðlun, var með lægsta tilboðið í hönnun og gerð á viðurkenningarskjölum og merkjum handa Kópavogsbæ á dögunum og var tilboðinu tekið af hálfu bæjarins. 24. júní 2009 21:00 Dóttir Gunnars Birgissonar í meiðyrðamál við bæjarfulltrúa Frjáls Miðlun ehf., sem er í eigu Guðjóns Gísla Guðmundssonar og Brynhildar Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars Birgissonar, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, hefur stefnt þremur bæjarfulltrúum í Kópavogi fyrir meiðyrði. Alls krefjast hjónin auk Frjálsar miðlunar 11,4 milljóna króna vegna ummælanna. Bæjarfulltrúarnir eru Ólafur Þór Gunnarsson VG, Hafsteinn Karlsson Samfylkingunni og svo Guðríður Arnardóttur sem er einnig í Samfylkingunni. 27. október 2009 12:44 „Varpar nýju ljósi á stöðu mála" „Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum. 21. júní 2009 13:15 Klæðning fékk 130 milljónir frá Kópavogsbæ Verktakafyrirtækið Klæðning, sem var í eigu Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs til ársins 2003, fékk tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna greiddar frá bænum fyrir ýmis verkefni á fjögurra ára tímabili 27. maí 2009 18:08 Meirihlutinn í Kópavogi riðar til falls Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi riðar til falls. Vaxandi þrýstingur er úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra. Endurskoðendur Deloitte standa við fyrri skýrslu um að viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot á lögum. Gunnar Birgisson sakar Deloitte um að gera málið tortryggilegt með óstaðfestum fullyrðingum. Lóa Pind Aldísardóttir. 11. júní 2009 12:44 Dótturfélagið græðir milljónir úr stofunni Útgáfufélagið Frjáls miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs og eiginmanns hennar, er með lögheimili á heimili þeirra hjóna. Gunnar hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að gera samninga við Frjálsa miðlun. Dóttir hans, Brynhildur Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Guðjón Gísli Guðmundsson, eiga og reka félagið. 22. maí 2009 10:58 Bæjarstjóradóttirin tók fúlgur fjár fyrir vinnu sína Fyrirtæki dóttur bæjarstjórans í Kópavogi rukkaði allt að fjórfalt gangverð fyrir umbrot og hönnun á afmælisriti bæjarins fyrir fjórum árum, að mati auglýsingastofu í Reykjavík. Umfangsmikil viðskipti bæjarins við dóttur bæjarstjórans eru í hæsta máta óeðlileg segir fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. 22. maí 2009 18:31 Formaður afmælisnefndar: Gunnar Birgisson ber siðferðislega ábyrgð „Við tókum áreiðanlega ekki ákvörðun um að stoppa þetta rit. Ég myndi sennilega muna það ef svo væri," segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir sem gegndi formennsku afmælisnefndar Kópavogsbæjar þegar Frjáls miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar núverandi bæjarstjóra, fékk greiddar um þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. 10. júní 2009 11:34 Dóttir Gunnars fékk nær mánaðarlega greitt í níu ár Frjáls miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs, hefur fengið greitt nær mánaðalega misháar upphæðir frá Kópavogsbæ frá árinu 2000 til 2009. Þó eru sjö mánuðir sem fyrirtækið fær ekki greitt. Þetta kemur fram á tölfræðivefnum Tíðarandinn.is. 10. júní 2009 14:55 Mun óska frekari upplýsinga um viðskipti Gunnars Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst vafalítið óska eftir frekari upplýsingum um viðskipti verktakafyrirtækisins Klæðningar við Kópavogsbæ, á meðan það var í eigu þáverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Gunnars Birgissonar bæjarstjóra. 1. júní 2009 12:06 Bjarni tjáir sig ekki um mál Gunnars Birgissonar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að tjá sig um umfangsmikla verkefnavinnu dóttur Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, fyrr en endurskoðun bæjarins hefur skilað skýrslu um málið. 22. maí 2009 12:02 Endurskoðandi Kópavogs rannsakar ekki mál Gunnars bæjarstjóra Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í dag að endurskoðandi bæjarins fari ekki með rannsókn á um 50 milljóna króna greiðslum til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Endurskoðendafyrirtækið Deloitte mun því rannsaka málið. 26. maí 2009 18:46 Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt. 15. júní 2009 22:08 Úttekt á máli Gunnars Birgissonar væntanleg Úttekt endurskoðendafyrirtækisins Deloitte á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, er væntanleg. Framsóknarmenn í bæjarfélaginu hafa ekki fundað nýlega um málið en bíða eftir að yfirferð endurskoðendafyrirtækisins liggi fyrir. 2. júní 2009 11:45 Úttekt Deloitte ekki birt fyrr en á þriðjudag Úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sem kynna átti fyrir bæjarfulltrúm í Kópavogi í hádeginu í dag verður ekki kynnt fyrr en á þriðjudag. 5. júní 2009 14:00 Borgaði dótturinni 11 milljónir í önnur verkefni Í skýrslu frá Deloitte kemur fram að Kópavogsbær greiddi Frjálsri miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgisson, bæjarstjóra Kópavogs, að bærinn greiddi ellefu milljónir króna í annan kostnað sem er ekki frekar útskýrður. Það er stærsta greiðslan. Alls greiddi bærinn Frjálsri Miðlun rétt rúmar 39 milljónir króna yfir fimm ára tímabil. 9. júní 2009 16:07 Sjálfstæðismenn ganga að ströngum skilyrðum Framsóknar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks innsigluðu áframhaldandi samstarf flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs fyrir stundu. Samstarfið hékk á bláþræði eftir að tvö hneyksli skóku bæjarbúa. 24. júní 2009 18:02 Vilja klára málið fyrir fulltrúaráðsfundinn á morgun Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla að reyna að hittast í dag til þess að ræða um hver verði eftirmaður Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sem kunnugt er mun Gunnar hafa boðið sínum flokksmönnum að stíga til hliðar til þess að greiða fyrir meirihlutasamstarfi Sjáflstæðis- og Framsóknarflokks í bænrum. Óvíst er hver sest í stól Gunnars en menn vilja vera búnir að klára það mál fyrir fulltrúaráðsfund flokksins sem fram fer á morgun. 14. júní 2009 14:01 Krefjast þess að meirihlutinn axli ábyrgð Vinstri Græn í Kópavogi sendu frá sér yfirlýsingu fyrir stundu varðandi skýrslu Deloitte um viðskipti Frjálsrar miðlunar ehf við Kópavogsbæ. Þar segir að skýrslan sýni að reglur hafi verið brotnar og er allri ábyrgð vísað á bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 9. júní 2009 17:18 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11 Barist um völdin í Kópavogi - tíðinda að vænta í kvöld Það ræðst í kvöld hvort áframhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi. 22. júní 2009 18:49 Hefur þegið hálfa milljón á mánuði Dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur þegið tæpa hálfa milljón í laun á mánuði fyrir ýmis verkefni hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og setið nær ein að verkefnavinnu fyrir bæinn. Oddviti Framsóknarmanna í bænum segir málið óheppilegt og sjálfstæðismenn eru undrandi yfir upphæðunum. 20. maí 2009 19:11 Úttekt á máli Gunnars verður að vera hafin yfir allan vafa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að úttekt á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, verði að vera hafin yfir allan vafa. Þess vegna hafi Samfylkingin lagt til að endurskoðendafyrirtæki færi yfir málið. 26. maí 2009 20:46 Beðið eftir endurskoðun Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi segir að ekkert verði aðhafst í málum er varða greiðslur Kópavogsbæjar til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra fyrr en niðurstaða endurskoðanda liggi fyrir. Mál sem tengist greiðslum bæjarins til Klæðningar sem var í eigu Gunnars verði þá einnig tekin fyrir. Framsóknarmenn í Kópavogi taka í sama streng. Helga Arnardóttir. 28. maí 2009 12:13 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
LEX segir Deloitte misskilja LEX lögmannstofa kemst að annarri niðurstöðu en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar og Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar. Í nýju lögfræðiáliti LEX kemur fram að Kópavogsbæ hafi ekki borið að bjóða út verk- eða þjónustukaup sem samið var um við Frjálsa miðlun í þeim tilvikum sem um ræðir. 15. júní 2009 20:15
Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog. 16. júní 2009 11:20
Dóttir Gunnars Birgissonar fær aftur vinnu hjá Kópavogi Hið umdeilda fyrirtæki, Frjáls miðlun, var með lægsta tilboðið í hönnun og gerð á viðurkenningarskjölum og merkjum handa Kópavogsbæ á dögunum og var tilboðinu tekið af hálfu bæjarins. 24. júní 2009 21:00
Dóttir Gunnars Birgissonar í meiðyrðamál við bæjarfulltrúa Frjáls Miðlun ehf., sem er í eigu Guðjóns Gísla Guðmundssonar og Brynhildar Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars Birgissonar, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, hefur stefnt þremur bæjarfulltrúum í Kópavogi fyrir meiðyrði. Alls krefjast hjónin auk Frjálsar miðlunar 11,4 milljóna króna vegna ummælanna. Bæjarfulltrúarnir eru Ólafur Þór Gunnarsson VG, Hafsteinn Karlsson Samfylkingunni og svo Guðríður Arnardóttur sem er einnig í Samfylkingunni. 27. október 2009 12:44
„Varpar nýju ljósi á stöðu mála" „Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum. 21. júní 2009 13:15
Klæðning fékk 130 milljónir frá Kópavogsbæ Verktakafyrirtækið Klæðning, sem var í eigu Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs til ársins 2003, fékk tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna greiddar frá bænum fyrir ýmis verkefni á fjögurra ára tímabili 27. maí 2009 18:08
Meirihlutinn í Kópavogi riðar til falls Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi riðar til falls. Vaxandi þrýstingur er úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra. Endurskoðendur Deloitte standa við fyrri skýrslu um að viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot á lögum. Gunnar Birgisson sakar Deloitte um að gera málið tortryggilegt með óstaðfestum fullyrðingum. Lóa Pind Aldísardóttir. 11. júní 2009 12:44
Dótturfélagið græðir milljónir úr stofunni Útgáfufélagið Frjáls miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs og eiginmanns hennar, er með lögheimili á heimili þeirra hjóna. Gunnar hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að gera samninga við Frjálsa miðlun. Dóttir hans, Brynhildur Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Guðjón Gísli Guðmundsson, eiga og reka félagið. 22. maí 2009 10:58
Bæjarstjóradóttirin tók fúlgur fjár fyrir vinnu sína Fyrirtæki dóttur bæjarstjórans í Kópavogi rukkaði allt að fjórfalt gangverð fyrir umbrot og hönnun á afmælisriti bæjarins fyrir fjórum árum, að mati auglýsingastofu í Reykjavík. Umfangsmikil viðskipti bæjarins við dóttur bæjarstjórans eru í hæsta máta óeðlileg segir fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. 22. maí 2009 18:31
Formaður afmælisnefndar: Gunnar Birgisson ber siðferðislega ábyrgð „Við tókum áreiðanlega ekki ákvörðun um að stoppa þetta rit. Ég myndi sennilega muna það ef svo væri," segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir sem gegndi formennsku afmælisnefndar Kópavogsbæjar þegar Frjáls miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar núverandi bæjarstjóra, fékk greiddar um þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. 10. júní 2009 11:34
Dóttir Gunnars fékk nær mánaðarlega greitt í níu ár Frjáls miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs, hefur fengið greitt nær mánaðalega misháar upphæðir frá Kópavogsbæ frá árinu 2000 til 2009. Þó eru sjö mánuðir sem fyrirtækið fær ekki greitt. Þetta kemur fram á tölfræðivefnum Tíðarandinn.is. 10. júní 2009 14:55
Mun óska frekari upplýsinga um viðskipti Gunnars Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst vafalítið óska eftir frekari upplýsingum um viðskipti verktakafyrirtækisins Klæðningar við Kópavogsbæ, á meðan það var í eigu þáverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Gunnars Birgissonar bæjarstjóra. 1. júní 2009 12:06
Bjarni tjáir sig ekki um mál Gunnars Birgissonar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að tjá sig um umfangsmikla verkefnavinnu dóttur Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, fyrr en endurskoðun bæjarins hefur skilað skýrslu um málið. 22. maí 2009 12:02
Endurskoðandi Kópavogs rannsakar ekki mál Gunnars bæjarstjóra Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í dag að endurskoðandi bæjarins fari ekki með rannsókn á um 50 milljóna króna greiðslum til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Endurskoðendafyrirtækið Deloitte mun því rannsaka málið. 26. maí 2009 18:46
Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt. 15. júní 2009 22:08
Úttekt á máli Gunnars Birgissonar væntanleg Úttekt endurskoðendafyrirtækisins Deloitte á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, er væntanleg. Framsóknarmenn í bæjarfélaginu hafa ekki fundað nýlega um málið en bíða eftir að yfirferð endurskoðendafyrirtækisins liggi fyrir. 2. júní 2009 11:45
Úttekt Deloitte ekki birt fyrr en á þriðjudag Úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sem kynna átti fyrir bæjarfulltrúm í Kópavogi í hádeginu í dag verður ekki kynnt fyrr en á þriðjudag. 5. júní 2009 14:00
Borgaði dótturinni 11 milljónir í önnur verkefni Í skýrslu frá Deloitte kemur fram að Kópavogsbær greiddi Frjálsri miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgisson, bæjarstjóra Kópavogs, að bærinn greiddi ellefu milljónir króna í annan kostnað sem er ekki frekar útskýrður. Það er stærsta greiðslan. Alls greiddi bærinn Frjálsri Miðlun rétt rúmar 39 milljónir króna yfir fimm ára tímabil. 9. júní 2009 16:07
Sjálfstæðismenn ganga að ströngum skilyrðum Framsóknar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks innsigluðu áframhaldandi samstarf flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs fyrir stundu. Samstarfið hékk á bláþræði eftir að tvö hneyksli skóku bæjarbúa. 24. júní 2009 18:02
Vilja klára málið fyrir fulltrúaráðsfundinn á morgun Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla að reyna að hittast í dag til þess að ræða um hver verði eftirmaður Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sem kunnugt er mun Gunnar hafa boðið sínum flokksmönnum að stíga til hliðar til þess að greiða fyrir meirihlutasamstarfi Sjáflstæðis- og Framsóknarflokks í bænrum. Óvíst er hver sest í stól Gunnars en menn vilja vera búnir að klára það mál fyrir fulltrúaráðsfund flokksins sem fram fer á morgun. 14. júní 2009 14:01
Krefjast þess að meirihlutinn axli ábyrgð Vinstri Græn í Kópavogi sendu frá sér yfirlýsingu fyrir stundu varðandi skýrslu Deloitte um viðskipti Frjálsrar miðlunar ehf við Kópavogsbæ. Þar segir að skýrslan sýni að reglur hafi verið brotnar og er allri ábyrgð vísað á bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 9. júní 2009 17:18
Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11
Barist um völdin í Kópavogi - tíðinda að vænta í kvöld Það ræðst í kvöld hvort áframhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi. 22. júní 2009 18:49
Hefur þegið hálfa milljón á mánuði Dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur þegið tæpa hálfa milljón í laun á mánuði fyrir ýmis verkefni hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og setið nær ein að verkefnavinnu fyrir bæinn. Oddviti Framsóknarmanna í bænum segir málið óheppilegt og sjálfstæðismenn eru undrandi yfir upphæðunum. 20. maí 2009 19:11
Úttekt á máli Gunnars verður að vera hafin yfir allan vafa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að úttekt á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, verði að vera hafin yfir allan vafa. Þess vegna hafi Samfylkingin lagt til að endurskoðendafyrirtæki færi yfir málið. 26. maí 2009 20:46
Beðið eftir endurskoðun Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi segir að ekkert verði aðhafst í málum er varða greiðslur Kópavogsbæjar til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra fyrr en niðurstaða endurskoðanda liggi fyrir. Mál sem tengist greiðslum bæjarins til Klæðningar sem var í eigu Gunnars verði þá einnig tekin fyrir. Framsóknarmenn í Kópavogi taka í sama streng. Helga Arnardóttir. 28. maí 2009 12:13