Innlent

Hefur þegið hálfa milljón á mánuði

Dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur þegið tæpa hálfa milljón í laun á mánuði fyrir ýmis verkefni hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og setið nær ein að verkefnavinnu fyrir bæinn. Oddviti Framsóknarmanna í bænum segir málið óheppilegt og sjálfstæðismenn eru undrandi yfir upphæðunum.

Samfylkingin óskaði eftir sundurliðun á þeim greiðslum sem útgáfufélagið Frjáls miðlun í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra, hefur fengið frá öllum stjórnsýslusviðum Kópavogsbæjar frá 2000-2009.

Frjáls miðlun hefur fengið alls rúma fimmtíu og eina milljón frá 2000 fyrir gerð árskýrslna, kynningarefnis, ýmissa bæklinga og önnur verkefni.

Dóttir bæjarstjórans hefur því fengið rúmlega fjögur hundruð og fimmtíu þúsund í laun með virðisaukaskatti á mánuði í níu ár.

Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar segir að eftir því sem hún komist næst hafi ekkert annað fyrirtæki í sama geira verið eins umsvifamikið í viðskiptum við Kópavogsbæ eins og Frjáls miðlun. Einnig sé ósamræmi í reikningum.

Gunnar segist ekki óttast að meirihlutasamstarfinu verði slitið, hann hafi ekkert til saka unnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×