Innlent

Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Eiríkur tjáir sig hvorki um kostnað lögfræðiálits sem LEX vann né greiðanda þess.
Eiríkur tjáir sig hvorki um kostnað lögfræðiálits sem LEX vann né greiðanda þess.
Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt.


Tengdar fréttir

LEX segir Deloitte misskilja

LEX lögmannstofa kemst að annarri niðurstöðu en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar og Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar. Í nýju lögfræðiáliti LEX kemur fram að Kópavogsbæ hafi ekki borið að bjóða út verk- eða þjónustukaup sem samið var um við Frjálsa miðlun í þeim tilvikum sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×