Innlent

Borgaði dótturinni 11 milljónir í önnur verkefni

Það blæs kuldalega um Gunnar Birgisson þessa daganna.
Það blæs kuldalega um Gunnar Birgisson þessa daganna.

Í skýrslu frá Deloitte kemur fram að Kópavogsbær greiddi Frjálsri miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgisson, bæjarstjóra Kópavogs, ellefu milljónir króna í annan kostnað sem er ekki frekar útskýrður. Það er stærsta greiðslan. Alls greiddi bærinn Frjálsri Miðlun rétt rúmar 39 milljónir króna yfir fimm ára tímabil.

Meðal þess sem Kópavogsbær greiddi Frjálsri miðlun fyrir var glærusýning [Powerpoint show] sem kostaði þrjár milljónir tæpar.

Þá fékk Frjáls miðlun um þrjár og hálfa milljón fyrir afmælisrit sem aldrei leit dagsins ljós.

Þá vekur einnig athygli bærin greiðir Frjálsri miðlun 2,4 milljónir króna fyrir umhverfisviðurkenningar.

Næst stærsti kostnaðarliðurinn á eftir öðrum verkefnum upp á ellefu milljónir, eru ljósmyndakaup upp á rúmar sex milljónir króna.

Sérstaklega er minnst á lög um opinber kaup í skýrslu Deloitte en í þeim segir að öll verk sem kosta meira en tíu milljónir króna þurfi að bjóða út. Hugsanlegt er að Kópavogsbær hafi brotið þau lög.

Þá vekur sérstaka athygli að Kópavogsbær bókar reikninga á vitlausa bókhaldslykla.

Þar af eru rúmlega 2,7 milljónir sem á bókhaldslykilinn 4321 sem er verkfræði og arkitektaþjónusta. Af þessum 2,7 milljónum virðist virðisaukaskattur hafa verið endurgreiddur sem samræmist ekki reglur.

Þar fyrir utan þá bendir texti á reikningi ekki til þess að um verkfræði eða arkitektaþjónustu hafi verið að ræða. Því var ekki heimilt að greiða virðisaukaskattinn til baka.

Meðal þess sem Frjáls miðlun gerði undir liðnum verkfræði- og arkitektaþjónusta var vinna við gerð kynningarefnis upp á 74 þúsund krónur. Alls nam upphæðin tæpar þrjár milljónir þar sem Frjáls miðlun veitti verkfræði-og arkitektaþjónustu.

Ekki hefur náðist i Gunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir

Gunnar Birgisson hugsanlega brotlegur við lög

Úttekt á viðskiptum Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ er lokið. Skýrsluna vann endurskoðunarfyrirtækið Deloitte. Minnihluti Kópavogsbæjar hefur sakað Gunnar Birgisson um óeðlileg viðskipti við fyrirtækið sem er í eigu dóttur hans og eiginmanns hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×