Innlent

„Varpar nýju ljósi á stöðu mála"

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ómar Stefánsson ásamt Gunnari Birgissyni.
Ómar Stefánsson ásamt Gunnari Birgissyni. Mynd/Vilhelm

„Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum.

„Það er fulltrúaráðsfundur á morgun hjá Framsókn og við munum fara ítarlega yfir stöðuna á þeim fundi," bætir Ómar við.

Til stóð að arftaki Gunnars I. Birgissonar í bæjarstjórastól yrði kynntur á morgun, en Gunnar ætlaði að sitja áfram sem bæjarfulltrúi.

Þegar blaðamaður innti Ómar eftir því hvort Gunnar yrði beðinn um að víkja úr bæjarstjórn í ljósi hinna nýju upplýsinga um framgöngu hans í Lífeyrissjóðsmálinu sagðist hann ekki vilja gera ráð fyrir neinu. Ómar sagðist telja mikilvægt að hann tjáði sig fyrst í fulltrúaráðinu áður en hann tjáir sig við fjölmiðla og benti á að málin myndu skýrast eftir fundinn á morgun.

Aðspurður hvort hann sé sár út í Gunnar vegna framgöngunnar í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er svar Ómars stutt og einfalt: „Já."






Tengdar fréttir

Flosi Eiríksson: FME var blekkt

Afborganir og útborganir á lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja Fjármálaeftirlitið, án vitneskju almennra stjórnarmanna, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Flosa Eiríkssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×