Innlent

Mun óska frekari upplýsinga um viðskipti Gunnars

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst vafalítið óska eftir frekari upplýsingum um viðskipti verktakafyrirtækisins Klæðningar við Kópavogsbæ, á meðan það var í eigu þáverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Gunnars Birgissonar bæjarstjóra.

Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að verktakafyrirtækið Klæðning fékk tæpar 130 milljónir króna greiddar frá bænum fyrir ýmis verkefni í jarðvegsvinnu, gatnagerð og fleiru á árunum 1997 til 2001. Af 25 verkefnum á þessu tímabili fóru tvö þeirra í útboð. Klæðning var þá í eigu Gunnars Birgissonar sem nú er bæjarstjóri en var þá bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað lýst því yfir að hann hafi ekki forsendur til að tjá sig um greiðslur Kópavogsbæjar til Klæðningar eða til fyrirtækisins Frjálsrar miðlunar sem er í eigu dóttur Gunnars og tengdasonar hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×