Sækist ekki eftir endurkjöri - vill sjá uppstokkun 18. febrúar 2009 20:11 Gunnar Svavarsson Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði. „Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem nú sitjum á þingi, hvort heldur í lengri eða skemmri tíma, speglum okkur í umræðunni, frekar en okkur sjálfum og reynum eftir fremsta megni að hlusta á skilaboð þjóðarinnar. Kallað hefur verið eftir því að við stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að hafa aðeins setið 2 ár á Alþingi, hef ég hlustað ítarlega á þessa umræðu og tekið hana á ríkan hátt til mín," segir Gunnar í yfirlýsingunni. „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðslistans hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi Alþingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmálaflokkum, um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir." Hann segir það ennfremur hafa verið forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vill þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa sig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið, ekki hvað síst Hafnfirðingum. „Ég er einnig þakklátur þing- og samstarfsflokkum á Alþingi fyrir að hafa valið mig til mikilvægra embætta s.s. formanns fjárlaganefndar. Þar hef ég leyft ólíkum sjónarmiðum að njóta sín og reynt að draga fram það besta fram hjá öllum nefndarmönnum, en einkar gott starf hefur verið unnið í fjárlaganefndinni við erfiðar aðstæður. Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs. Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin." Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði. „Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem nú sitjum á þingi, hvort heldur í lengri eða skemmri tíma, speglum okkur í umræðunni, frekar en okkur sjálfum og reynum eftir fremsta megni að hlusta á skilaboð þjóðarinnar. Kallað hefur verið eftir því að við stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að hafa aðeins setið 2 ár á Alþingi, hef ég hlustað ítarlega á þessa umræðu og tekið hana á ríkan hátt til mín," segir Gunnar í yfirlýsingunni. „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðslistans hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi Alþingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmálaflokkum, um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir." Hann segir það ennfremur hafa verið forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vill þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa sig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið, ekki hvað síst Hafnfirðingum. „Ég er einnig þakklátur þing- og samstarfsflokkum á Alþingi fyrir að hafa valið mig til mikilvægra embætta s.s. formanns fjárlaganefndar. Þar hef ég leyft ólíkum sjónarmiðum að njóta sín og reynt að draga fram það besta fram hjá öllum nefndarmönnum, en einkar gott starf hefur verið unnið í fjárlaganefndinni við erfiðar aðstæður. Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs. Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin."
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira