Enski boltinn

Flott að vera á toppnum án besta framherja heims

NordicPhotos/GettyImages

Jamie Carragher hjá Liverpool er mjög ánægður með fyrstu mánuði leiktíðarinnar og fagnar endurkomu Fernando Torres sem hefur náð sér af meiðslum sínum.

Liverpool hefur átt mjög gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr á toppnum eftir jólavertíðina þrátt fyrir að hafa verið mikið án stjörnuframherjans spænska.

"Það hefur gefið liðinu mikið spark að fá Torres til baka og það er gott að eiga leikmann á borð við hann til baka fyrir síðari helminginn á leiktíðinni. Hann kemur vonandi með fríska fætur inn í þetta, því stjórinn hefur mikið til haldið sig við sama mannskap í vetur. Það er frábært að liðið hafi komist á toppinn án besta framherja heims - að minnsta kosti ef horft er til síðustu tólf mánaða," sagði Carragher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×