Herbert sigraði í hæstarétti - Málið rústaði hjónabandinu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 4. júní 2009 17:04 Herbert Guðmundsson hafði betur gegn húsfélaginu. „Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna." Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna."
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira