Leikmenn Vals: Yndisleg tilfinning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2009 22:57 Kristín Ýr með ungum stuðningsmönnum í kvöld. Mynd/Stefán Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda varð Valur Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í fimmta sinn á undanförnum sex tímabilum. Árangurinn er glæsilegur. „Þetta er yndisleg tilfinning og í raun ólýsanleg. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í undirbúningstímabili í rúmlega hálft ár. Þetta er augnablikið sem maður hefur verið að bíða eftir,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði þrennu fyrir Val í kvöld. Hún missti af mörgum titlum með Val á meðan hún var að glíma við erfið meiðsli. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2004 og svo aftur í fyrra en þá kom hún lítið við sögu. „Það var ömurlegt að geta ekki tekið þátt í þessu öll árin þegar ég var meidd. Það var samt auðvitað mjög gaman í fyrra en þetta er alveg einstakt.“ Hún segir mikla vinnu að baki hjá sér. „Ég hef verið dugleg að fara til sjúkraþjálfara og er gaman að sjá alla þessa vinnu skila sér nú.“ María Björg Ágústsdóttir, markvörður Vals, varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum ferli. „Þetta er búin að vera löng bið,“ sagði María. „En tilfinningin er ljómandi góð. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en áður var það oft þannig að mótið var búið eftir einn tapleik. Þannig var það ekki í sumar og það gerði þetta enn skemmtilegra.“ Hallbera Guðný Gísladóttir á afmæli í dag og fékk því góða afmælisgjöf í dag. „Þetta er toppurinn,“ sagði Hallbera. „Áhorfendur hafa verið frábærar og sumarið hefur verið mjög gott. Vonandi gerum við betur með því að taka bikarinn líka og fara langt í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda varð Valur Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í fimmta sinn á undanförnum sex tímabilum. Árangurinn er glæsilegur. „Þetta er yndisleg tilfinning og í raun ólýsanleg. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í undirbúningstímabili í rúmlega hálft ár. Þetta er augnablikið sem maður hefur verið að bíða eftir,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði þrennu fyrir Val í kvöld. Hún missti af mörgum titlum með Val á meðan hún var að glíma við erfið meiðsli. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2004 og svo aftur í fyrra en þá kom hún lítið við sögu. „Það var ömurlegt að geta ekki tekið þátt í þessu öll árin þegar ég var meidd. Það var samt auðvitað mjög gaman í fyrra en þetta er alveg einstakt.“ Hún segir mikla vinnu að baki hjá sér. „Ég hef verið dugleg að fara til sjúkraþjálfara og er gaman að sjá alla þessa vinnu skila sér nú.“ María Björg Ágústsdóttir, markvörður Vals, varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum ferli. „Þetta er búin að vera löng bið,“ sagði María. „En tilfinningin er ljómandi góð. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en áður var það oft þannig að mótið var búið eftir einn tapleik. Þannig var það ekki í sumar og það gerði þetta enn skemmtilegra.“ Hallbera Guðný Gísladóttir á afmæli í dag og fékk því góða afmælisgjöf í dag. „Þetta er toppurinn,“ sagði Hallbera. „Áhorfendur hafa verið frábærar og sumarið hefur verið mjög gott. Vonandi gerum við betur með því að taka bikarinn líka og fara langt í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19