Innlent

Þrír náðaðir á tveimur árum

Birgir Páll Marteinsson afplánar sjö ára fangelsisdóm en hyggst sækja um náðun. Það getur þó reynst þrautinni þyngri.
Birgir Páll Marteinsson afplánar sjö ára fangelsisdóm en hyggst sækja um náðun. Það getur þó reynst þrautinni þyngri.
Samkvæmt upplýsingum úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þá hafa þrír menn fengið náðun undanfarin tvö ár en það er mjög sjaldgæft að því úrræði sé beitt. Ritari náðunarnefndar, lögfræðingurinn Skúli Þór Gunnsteinsson, segir að í slíkum tilvikum sé nær alltaf um alvarlega veika einstaklinga að ræða sem hafa hlotið vægar refsingar.

Birgir Páll Marteinsson, sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í Færeyjum vegna tengsla við Pólstjörnumálið svokallaða, sagði í viðtali í gær í Kastljósi að hann hyggðist sækja um náðun hér á landi. Ástæðan er sú að hann telur að á sér hafi verið brotið við málsmeðferð í Færeyjum þar sem hann var dæmdur. Hann sat að auki í einangrun nær allan tímann sem hann beið réttarhalda.

Alls sóttu 23 einstaklingar um náðun á síðasta ári, sem er mikil fjölgun frá því sem áður var, samkvæmt dómsmálaráðuneytinu, en þar af var 21 umsækjanda hafnað. Tveir umsækjendur bíða enn eftir niðurstöðu sinna mála.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×